Færsluflokkur: Íþróttir
Íþróttir | 26.8.2010 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
A.lið Atli,Haffi,Jói,Jón
B.lið Dabbi,Gunni,Jörgen,Óli
Þessi síðasti tími vorannar var merkilegur að því leytinu til að Jói eygði í honum sigurvon.Hann var heppinn með drátt þar sem vonarstjarnan Haffi var með honum í liði og einnig af því að hann og bróðir hans drógust ekki saman.Tíminn byrjaði reyndar á glæsivippu Dabba yfir Tækklarann sem í framhaldi setti hann algjörlega útaf laginu.síðan kom annað mark frá B.liðum en a.menn jöfnuðu fljótlega.Eftir það skiptust liðin á að skora tvö mörk í einu í að minnsta kosti þrjátíu mínútur.Mörkin voru af öllum gerðum og voru varnirnar frekar daprar.Þegar tuttugu mín. voru eftir komust Atli og co í fjögur í plús en Óli minnkaði muninn um eitt.Síðan breyttu a.liðar vörninni Jói tók markið og Tækklarinn fór á miðjuna.Eftir nokkur mörk til skiptis tóku a.liðar allt í einu kipp og skoruðu nokkur í bakið á Óla og þeim og kláru síðan leikinn með 10 mörkum þegar fimm mín. voru eftir
Íþróttir | 28.4.2010 | 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Íþróttir | 21.4.2010 | 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
A.lið Gunni,Haffi,Jón,Óli
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Hákon
Já Tækklarinn átti afmæli og fékk titilinn í afmælisgjöf.Jörgen veikur heima og þar með sigur í deildinni í höfn.Og eins og það væri ekki nóg þá drógu feðgarnir Dabbi og Hilmar út lið sem yrði afar erfitt að tapa með.Og leikurinn byrjaði með tveimur mörkum frá Óla og félögum.Það kemur alltaf upp í hugann metið fræga en b.liðar voru fljótir að stöðva þá hugsun með því að skora eitt og síðan annað og leikurinn byrjaði nokkuð jafnt.Liðin skiptust á að skora og skoruðu frekar mikið.Þegar tuttugu og sjö mínútur voru búnar var staðan eitt í plús fyrir a.liða og allt í járnum. Fimm mínútum síðar var leikurinn búinn.Á þessum mínútum skoruðu Tækklarinn og félagar sjö mörk.Allavega þrjú í bakið á þeim b.mönnum og hin flest frekar ódýr.Eitthvað náðu þeir að klóra í bakkann en síðan kom reyðarslagið.Hákon fékk tak í kálfann og þurfti að hætta.Gunni og hans menn buðu mönnum að skrá skorið sem var þá en Dabbi vildi endilega halda áfram þrír á þrjá og leikurinn endaði fljótlega með tíu marka sigri a.manna. Leikurinn hefði sennilega endað með sömu tölu og væntanlega sanngjarnt að halda áfram en kannski eitthvað síðar.
Íþróttir | 21.4.2010 | 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íþróttir | 14.4.2010 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
A.lið Dabbi,Gunni,Jói,Jón
B.lið Atli,Haffi,Jörgen,Óli
Já Tækklarinn bjóst við spennandi leik en a.liðið skoraði sitt fyrsta mark eftir tuttugu mínútur þegar Atli og félagar voru komnir í sjö í plús.Þeir b.liðar stóðu sig mjög vel í flestu sem þeir tóku sér fyrir hendur á meðan hitt liðið tók ekki eina einustu rétta ákvörðun allann leikinn.Leiðinlegasta fótboltaleik sem Tækklarinn hefur tekið þátt í lauk síðan með tíu marka sigri a.manna eftir hálftíma.Þá höfðu a.liðar skorað að ég held fimm mörk svo metið góða var ekki í hættu.
Íþróttir | 14.4.2010 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 9.4.2010 | 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Hákon
B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Óli
Já nokkuð jöfn lið á pappírunum og Atli karlinn fjarri góðu gamni.Leikurinn byrjaði frekar rólega og fyrsta mark kom eftir fimm mínútur.Ekki opnuðust neinar flóðgáttir við þetta fyrsta mark og þegar tíminn var hálfnaður var staðan ca.5-5.Ekki það að um neinn göngubolta hafi verið að ræða því menn voru á útopnu um allan völl.Stuttu síðar voru b.menn komnir í 3 í plús og nú fóru hlutirnir að gerast.Næstu tvö mörk komu frá Tækklaranum annað með tánni hitt glæsilegt með hælnum eftir langa sendingu frá Hákoni.Og strax á eftir skoraði Óli með hælnum.Síðan skoraði Hákon eftir að Haffi datt og í næstu sókn skoraði Haffi eftir að Gunni datt.Jörgen og co náðu að jafna og var eitthvað skorað af mörkum til skiptis og allt í járnum.Á þessum tíma var að vísu magnað að sjá Jörgen klikka á nokkrum opnum færum en samt skora eitthvað af mörkum.Það voru ekki margar sekúndur eftir á klukkunni þegar a.menn komust í tvö í plús og einhvernveginn var viljinn meiri á þeim bænum og leikurinn kláraðist með þriggja marka sigri a.liðsins.Á endasprettinum voru það Hákon og Jörgen sem skópu sigurinn sem er frekar merkilegt miðað við það að þeir sögðust báðir vera alveg búnir um miðbik leiks.
Íþróttir | 6.4.2010 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 31.3.2010 | 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar