Færsluflokkur: Íþróttir

Endurtekning eða hvað ?

A.lið Dabbi,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Gunni,Haffi,Jói

 Leikurinn fór rólega af stað og það voru ekki komin nema fimm mörk eftir korter.Þau skiptust bróðurlega á milli liða og jafnræði var á.Eftir þennan kafla byrjuðu leikar hinsvegar að æsast.Nú byrjuðu Atli og Dabbi að raða inn mörkunum og hvert öðru glæsilegra skot utanaf velli.Þannig gekk þetta um hríð að liðin skiptust á að skora og aldrei skildu meira en tvö mörk liðin að.En eins og um daginn þá tók a.liðið kipp þegar tuttugu mínútur voru eftir og komust í sjö marka mun á tólf mínútum.Með góðu átaki náðu double og co að stöðva blæðinguna og ná eitthvað til baka og voru í lokin komnir í niður í þrjú en tíminn var hlaupin frá þeim og leikurinn endaði með fjögurra marka sigri a.liðsins.Það var ótrúlega mikið skorað af flottum mörkum utanaf velli í leiknum.Nokkrar sammarasleikjur og fjöldin allur af stangar og sláarmörkum.Ljótasta markið var klárlega þegar Tækklarinn komst einn á móti double og skaut í double 1 og fékk boltann aftur alveg út í horni og nelgdi í double 2 og boltinn fór í markið.


5.Umferð Stórt stökk hjá Gunna

HAUST10.05

Þetta fer að verða spennandi


4.Umferð Allir komnir með stig

HAUST10.04

Ekki veit ég hverju ég var að klikka á en þetta er að detta inn núna


3.Umferð Allt rólegt

HAUST10.03

jæja hérna kemur staðan


Merkilegur tími

A.lið Gunni,Haffi,Jói,Jón

B.lið Dabbi,Jörgen,Óli,Hákon

Já tíminn var merkilegur fyrir margar sakir. Fyrsta hreina og klára vippan leit dagsins ljós og var þar að verki hinn geðþekki Jóhann og í markinu Jörgen.Bróðir Jóa átti síðan flott skallamark eftir glæsilega sókn og það telst nú heldur betur til tíðinda.Hann átti reyndar annað sem hefði verið met ef það hefði verið í sama leiknum.En að leiknum sem var gríðarlega jafn og skemmtilegur jafnt á flestum tölum og mikil spenna í gangi.Aldrei skildu meira en tvö mörk liðin og allt stefndi í að síðasta markið myndi skera úr um hvort liðið ynni.Þar til tuttugu og tvær mínútur voru eftir.Þá allt í einu hirtu stangirnar á marki a.liðsins allt sem að marki kom og Haffi og félagar rúlluðu inn átta mörkum á innan við tíu mínútum og þrátt fyrir eitt mark hjá Óla og co vannst leikurinn með tíu mörkum þegar tíu mínútur voru eftir.Alveg ótrúlega skrítið.

Málið með bloggið er að það gengur eitthvað erfiðlega að koma töflumyndinni inn á síðuna tölvan mín heima hleypir mér ekki inn á stjórnborðið og það er búið að vera vitlaust að gera í vinnunni.Allt afsakanir sem Tækklarinnn sagði í síðustu færslu að væri ekki hægt að færa fram en þannig er þetta nú bara.Ég bý samt alltaf til töflu og reyni að koma þeim inn eins fljótt og hægt er.Lifið heilir


Ófremdarástand

Blessaðir drengir. Tækklarinn verður að viðurkenna eigin aumingjaskap og nær víst ekkert að slá um sig með frösum einsog mikið að gera í vinnunni eða tölvan heima virkar illa og svo framvegis.Reyni að taka mig á með restina sjáumst á eftir.

2.Umferð Tveir á toppnum

HAUST10.02


Aftur ójöfn lið

A.lið Haffi,Jói,Jón,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jörgen

 Já merkilegt nokk þá var þessi dráttur alveg jafn ójafn og hinn og bar leikurinn þess merki.Reyndar féll allt með a.liðinu allir 50/50 boltar og skopp á bolta þannig að úrslitin voru ráðin mjög fljótlega en leikurinn dróst á langinn og kláraðist ekki fyrr en eftir  50 mínútur.Þess má geta að fyrstu vippur vetrarins voru reyndar í þessum tíma og reið Jói á vaðið að mig minnir.Einnig var töluvert rætt um mjög svo sérkennilegt flug á nýja Jabulani boltanum hans Dabba.Tækklarin hélt tvisvar (áður en hann lokaði augunum) að hann væri búinn að koma hausnum undir skot sem enduðu svo í netinu.


1. Umferð Léttir vinna

HAUST10.01

Betra seint en aldrei


Fyrsta umferð í bumbuboltanum

A.lið Dabbi,Jói,Jón,Hákon

B.lið Atli,Haffi,Jörgen,Óli

 

 Já seasonið hafið og byrjaði með liðsuppstillingunni léttir þéttir.Fyrirfram bjuggust menn við að léttir færu létt í gegnum leikinn.Ástand manna var eftir atvikum en heyrst hefur að Jörgen sé löngu byrjaður í bolta og Atli var búinn að vera í stífri þjálfun í klassanum.Ekkert hafði heyrst af æfingum þeirra a.liðsmanna annað en að hægri höndin á Tækklaranum virtist í góðri æfingu.Lesi menn í það sem vilja.En að leiknum Jörgen og félagar byrjuðu á að skora tvö sem a.liðar jöfnuðu út fljótlega.Reyndar tók þetta einar fimmtán mínútur.Timinn einkendist nú soldið af því að um fyrsta tíma væri að ræða einnig vorum við með nýja boltann af HM og tók smá tíma að venjast honum.Liðin skiptust nú á að skora en þeir b.liðar voru alltaf á undan og sigu framúr hægt og bítandi.Tíminn endaði með því að þeir unnu sannfærandi með sjö mörkum sem var kannski helst til mikið en þrek þeirra þyngri var bara algjörlega búið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband