Færsluflokkur: Íþróttir
A.lið Haffi,Jón,Óli,Hákon
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Jörgen
Já Tækklarinn hélt að það þyrfti varla að spila leikinn svo öruggur var hann með sigur í leiknum.Kannski voru fleiri sem hugsuðu svona því að leikurinn byrjaði mjög jafnt og bæði lið betri í sókn en vörn.En eftir tuttugu mín. náðu a.liðar smá forskoti og byggðu ofaná það smám saman og voru komnir í sex í plús í kringum miðjan tíma.Og við það var sett á cruise control sem er alltaf hættulegt og Jörgen og co stukku á sénsinn.Tækklarinn klúðraði sendingu eftir sendingu Atli og hinir byrjuðu að skora.Fljótlega var staðan orðin einungis tvö í plús fyrir a.menn og allt gat gerst.Dabbi og co náðu að halda sér í þessu skori eða nálægt því í nokkurn tíma en síðan sigu Óli og félagar framúr aftur og tíminn endaði eins og flestir bjuggust við með átta marka sigri a.liða.Það var eiginlega gesturinn Hákon sem kom inn í staðinn fyrir Tomba la Bomba (sem var að láta brekkurnar í hlíðarfjalli finna fyrir öllum sínum þunga) sem átti skot kvöldsins með tvær neglur önnur fór í slá og stöng og út en hin í slá og inn alveg magnað stöff frá honum .
Íþróttir | 31.3.2010 | 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 30.3.2010 | 17:23 (breytt kl. 18:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Gunni,Jói,Jón,Óli,Gummi
B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jörgen,Guðni
Það er alltaf erfitt þegar maður skrifar þetta ekki strax en þetta var hörkuleikur svolítið köflóttur en endaði svo með sanngjörnu jafntefli.Frábært að fá þá Unitedbræður við og við til að bæta í vippusafnið.Var svo beðinn um að setja þessa mynd inn hér.
Íþróttir | 30.3.2010 | 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 23.3.2010 | 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Óli
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Haffi
Tíminn byrjaði mjög hratt en samt var ekki skorað fyrr en eftir sjö mínútur og byrjuðu a.menn með marki.Síðan komu tvö fyndnustu sjálfsmörk í langan tíma.Haffi að mig minnir skaut og boltinn var á leið í körfuspjaldið á annari hliðinni en fór þá í hendina á Jörgen og inn.í næstu sókn misstu a.liðar boltann Atli fór með boltann að vítateigslínu og sendi til baka á Jóa sem lagður var af stað úr markinu og sendingin lak inn.Eftir þetta skiptust liðin á að skora nokkuð jafnt næstu tíu mínútur.En þá gerðist eitthvað sem varð til þess að allt var stöngin inn hjá Óla og félögum en allt stöngin út hjá Dabba og co.Tækklarinn og hans menn skoruðu nánast úr hverri sókn en hinummegin klikkuðu menn á dauðafærum og misstu bolta vinstri hægri.Ekki þarf langan tíma í svona ástandi til að staðan breytist verulega.Brátt var staðan orðin 6 í plús fyrir a.menn og þegar tuttugu mínútur voru eftir var staðan orðin níu í plús.Eitthvað þurftu Atli og co að gera og það sem var lausnin var þetta.... Dabbi fór á klósettið. Kom síðan sterkur inn aftur og lét neglurnar vaða á markið og hans menn hrukku í gang.Byrjuðu á að skora tvö fengu á sig tvö skoruðu tvö og fengu á sig eitt.Þeir skoruðu allir og allsstaðar frá og allt í einu var staðan orðin 5 í plús fyrir a.menn.Smá panic greip um sig hjá Tækklaranum en síðan hafðist af að svara með einu og þá róaðist liðið niður og náði að stilla sig af.Liðin skiptust á að skora í lokin og leikurinn endaði með fimm marka sigri a manna.Tilþrif kvöldsins fyrir utan byrjunina fannst Tækklaranum vera þriggja marka syrpa Jóa þar sem hann náði að setja boltann úr horninu framhjá markmanni og í fjærstöngina og inn.Alveg magnað stöff.
Íþróttir | 16.3.2010 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íþróttir | 11.3.2010 | 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
A.lið Gunni,Jói,Jón,Óli
B.lið Atli,Dabbi,Jörgen,Haffi
Já svipuð lið og síðast Jón Double og Óli í staðinn fyrir Atla en Haffi svo í hinu liðinu.Þeir b.liðar byrjuðu á að skora og voru síðan á undan yfirleitt.Höfðu tvö eða eitt yfir fyrstu tuttugu mínúturnar.En þá klikkaði eitthvað hjá Jóni og co. og Haffi byrjaði að raða inn mörkum í öllum útgáfum.Þegar leikurinn var hálfnaður var staðan orðin 6 í plús og stuttu síðar átta yfir.Vörnin hjá Double og co sem hafði verið mjög aftarlega prófaði nú að fara aðeins framar og náðu þeir að stöðva blæðinguna og síðan að byrja að saxa á forskotið.Þegar 6 mín. voru eftir var staðan 5 í plús og keyrðu Óli og Jón aðeins upp hraðann.Þegar klukkan sló voru Atli og co enn með tvö mörk í plús.En þeir a.liðar voru ekki búnir og náðu að jafna leikinn.Það var síðan með síðustu spyrnunni og alveg spurning hvort búið var að opna áður en spyrnt var sem Haffi náði að pota boltanum inn og koma þeim b.mönnum í einn í plús.Það sannaðist líklega á þessum leik að ef Jörgen og Dabbi skora með skalla þó að það séu fyrstu mörk tímans þá þarf varla að spila tímann.
Íþróttir | 9.3.2010 | 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íþróttir | 3.3.2010 | 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
A.lið Atli,Gunni,Jói,Jón
B.lið Dabbi,Jörgen,Óðinn,Óli
Já hörkutími hér á ferð og allir klárir.Reyndar byrjaði hann frekar rólega en leikar æstust þegar á leið.Liðin skiptust á að skora í byrjun a.menn á undan en Dabbi og co aldrei langt á eftir.En eftir tíu mín. hættu menn að skora og var ekkert skorað í heilar tólf mín. að ég held.Koeman sem mætti til að horfa á sagðist hafa dottað á þessu tímabili en það hefur bara verið til að búa sig undir framhaldið.Nú fór nefnilega að rigna inn mörkum á báðar hliðar.Liðin skiptust lengi vel á að skora tvö mörk en a.liðar komust í þrjú í plús þegar tuttugu mín. voru eftir.Menn sáu örvæntingarmerki á Júgóvits en í stað þess að gefast upp þá gaf kallinn í í þetta skiptið og það svínvirkaði.Hans menn byrjuðu nú að saxa á forskotið hægt og bítandi og einhver panic greip um sig hjá Double og sköllunum.Menn byrjuðu að missa boltann um allan völl og þegar um fimm mín. voru eftir voru Gamli og hans menn komnir í þrjú í plús.Á þessu tímabili skoruðu þeir mörk í öllum regnbogans litum Dabbi smurði í sammarann og Óðinn var duglegur af löngu færi.Reyndar fóru margir í stangirnar hjá þeim en Tækklarinn og hans menn misstu þá bara fleiri frá sér til að fóðra í skotin.Eitthvað náðu Atli og co. að klóra í bakkann, reyndu að liggja framarlega en allt kom fyrir ekki og fyrsti ósigur Tækklarans var staðreynd og endaði leikurinn með þriggja marka sanngjörnum sigri þeirra b.manna.Ef ég væri Júgóvits þá myndi ég setja reynsluna af þessu átaki hans á harða drifið það er á hreinu.
Íþróttir | 3.3.2010 | 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 26.2.2010 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar