A.lið Dabbi,Gunni,Jói,Jón
B.lið Atli,Jörgen,Óli,Guðni
Já þungir á móti léttum var uppstillingin í þessari umferð og var hún bara fjandi spennandi og skemmtileg.Gunni tók sig til og lokaði nánast markinu til að byrja með og á því flutu a.liðar ansi vel.Þeir voru með tveggja til þriggja marka forustu lungað úr leiknum.En þegar korter var eftir tók frændi hans Koeman í hinu liðinu sig til og gerði það sama og læsti hreinlega stöngunum saman.Það var sama hvað var látið dynja á honum ekkert fór inn.Við þetta jöfnuðu b.liðar og komust yfir á lokakaflanum og höfðu að lokum tveggja marka sigur.
Íþróttir | 30.4.2013 | 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 17.4.2013 | 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Gunni,Jói,Jón,Jörgen
B.lið Atli,Dabbi,Óli,Hákon
Nokkuð jöfn lið á pappírunum og leikurinn byrjaði nokkuð jafn en samt voru a.liðar alltaf á undan. Reyndar voru nánast allir sem teljast markmenn í a.liðinu og virtist það há þeim b.mönnum svolítið. Koeman kom og kíkti á fyrri hlutann og það er eins og við manninn mælt frændur hans byrjuðu að vippa og náðu sitthvorri vippunni að ég held og önnur sérstaklega flott alveg frá miðlínu og sleikti slánna á niðurleiðinni.Einnig var Óli klobbaður oftar en einu sinni og þar sem hann var aftast mestallann tímann þá voru "Ólamörkin" í hans eigið mark.Þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir var staðan fimm í plús fyrir Jörgen og co og Óli bað um vatnspásu.Strax eftir hana skoruðu þeir tvö eða þrjú mörk og ekki laust við að það hafi farið smá hrollur um Tækklarann.Getumunurinn á liðunum var nefnilega ekki mikill en a.liðar voru kannsk aðeins betri í vörninni og höfðu heppnina með sér líka.En eins og við vitum allir getur hún skipt um lið þegar hún vill.Á því hafði hún hinsvegar engann áhuga þetta kvöldið því Double og co byrjuðu að raða inn mörkum og komust mest í átta marka mun en leikurinn endaði með sjö marka sigri þeirra.
Íþróttir | 17.4.2013 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 10.4.2013 | 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Jón,Óli,Guðni,Hákon
B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jói
Já tími kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur.Skorunin byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir tólf mínútur.Þá komust a.liðar í þriggja marka forystu sem b.menn náðu fljótlega niður í núll.Eitthvað voru stangirnar fyrir Double og Dabba og Guðni og co. fóru í fjögurra marka mun fljótlega.Þetta náðist að jafna með því að Dabbi fór að setja boltann í slánna og inn.Þegar tíminn var rúmlega hálfnaður keyrðu Óli og co. upp hraðann og komust í sex marka forustu.Þetta héldu þeir greinilega að væri nóg en Atli var ekki á þeirri skoðun.Hann skoraði næstu fjögur mörk og síðan bættust tvö við og skyndilega voru b.liðar búnir að jafna og í kringum fimm mínútur eftir.Allt í einu hlaupin mikil spenna í leikinn.Guðni skoraði fljótlega eitt og liðin skiptust á að vera með boltann þar til í lokin að a.menn skoruðu annað og leikurinn endaði með tveggja marka sigri þeirra.
Íþróttir | 10.4.2013 | 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 9.4.2013 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Jón,Óli,Haffi
B.lið Dabbi,Jói,Jörgen,Hákon
Leikur kvöldsins var í meira lagi ójafn og það tók a.liða um hálftíma að komast í 10 marka mun.
Íþróttir | 9.4.2013 | 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 20.3.2013 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Jói,Jón,Jörgen,Hákon
B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli
Tíminn byrjaði með marki úr fyrsta skoti og svari hinumegin jafnharðan.Þetta gaf tóninn fyrir tímann því mikið var skorað og oftast á víxl.Dabbi og félagar voru með forystu framan af en hún varð aldrei meiri en tvö mörk.Þeir a.liðar voru ágætir í vörn en voru að missa boltann klaufalega frá sér í sókninni.Atli átti tilþrif leiksins snemma þegar hann setti boltann í endavegginn og í Jóa fékk hann aftur og hamraði aftur í vegginn þaðan fór boltinn aftur í Jóa og inn.En ekki má gleyma snilldar vippu Hákons yfir Gunna sem reyndar slengdi hendinni í boltann til að skemma fyrir en klár vippa þar á ferð.Þegar tuttugu mínútur voru eftir var jafnt og Atli tók vatnspásu.Það var eins og Jói og félagar hefðu náð að ratta sig eitthvað saman því þeir skoruðu þrjú í röð strax á eftir.Óli sem ekki var á skotskónum og munar um minna og Atli reyndu þá að pressa og náðu að stressa a.liða ansi vel og koma muninum í eitt mark á stuttum tíma.En það dugði ekki alveg og Jörgen og hans menn skoruðu síðustu tvö mörkin og jafn og skemmtilegur leikur endaði með þriggja marka sigri þeirra.
Íþróttir | 20.3.2013 | 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 7.3.2013 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar