Þríeykið saman aftur

Dabbi,Jón,Jörgen,Hákon

Atli,Gunni,Jói,Óli

Já þetta er ótrúlegt Dabbi og Jörgen saman í sjötta skiptið í röð og Jón með þeim í fimm skipti alveg hreint mögnuð tölfræði.Og leikurinn sem fyrr frekar jafn og líflegur.Double og co. voru fljótlega komnir með forustu sem taldi reyndar aldrei nema þrjú mörk.Tækklarinn og félagar voru duglegir við að tapa boltanum (sem var annar en vanalega og allt öðruvísi að taka á móti) og gefa á andstæðingana og skiptu þeim lélegheitum bróðurlega á milli sín.Það var líka hægt að negla honum fastar en hinum og nýtti undirritaður sér það óspart með litlum árangri.En þegar um korter var eftir tóku Óli og hans menn við keflinu í að missa boltann og á stuttum tíma breyttist staðan úr þremur í plús í þrjú í mínus hjá þeim.Þrátt fyrir nokkur klassísk Ólamörk sem innihéldu meðal annars af veggnum,aftur fyrir sig og fyrir aftan endalínu þá héldu þeir a.menn út og leikurinn endaði með þriggja marka sigri þeirra.


7.Umferð Ótrúlega jafnt

vor13_07.jpg

Næstum því rematch

A.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Jói,Óli,Hákon

Hákon inn fyrir Vigga en annars sömu lið.Tíminn hófst rólega og lítið skorað.Tækklarinn og félagar voru þó á undan að skora og voru yfir til að byrja með.Jörgen tók eina vippu en og Jói eina klínu upp í vinkilinn fjær en annars tíðindalítið.Dabbi  og hans menn voru afleitir í sókn en ágætir í vörn og voru undir eitthvað framanaf en á stuttum kafla eftir miðjan tíma skoruðu þeir sex mörk og komust fjóra yfir.Flest mörkin komu eftir mistök þeirra b.liða og var eins og þeir brenndu sig er þeir komu við boltann á þessu tímabili.Eitthvað náðu þeir að stöðva þetta og Óli skoraði nokkur Ólamörk en það kom ekki í veg fyrir að a.liðar ynnu leikinn með fjórum mörkum.

 


6.Umferð Atli á toppnum

vor13_06.jpg

Gaman að sjá nýtt nafn á toppnum.


Mögnuð spenna

A.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Jói,Óli,Viggi

Koeman var kominn til að horfa á og að sjálfsögðu skallavippaði Gunni yfir bróður sinn.Jörgen og félagar byrjuðu aðeins betur og voru yfir þetta 2-3 mörk framanaf.Á þessum tíma skoruðu þeir samt líka tvö algjörlega óþörf sjálfsmörk.Við erum ekki að tala um að boltinn hafi hrokkið í þá Jörgen og Dabba heldur sendu þeir sitthvorn boltann í opið eigið mark.Tækklarinn gat ekki annað en hugsað um mafíuna í Singapúr þegar hann sá seinna atvikið.Og þessi mörk áttu eftir að draga dilk á eftir sér.Það var frekar lítið skorað og leikurinn allan tímann jafn og skemmtilegur.En þegar um fimmtán mínútur voru eftir náðu Atli og co. að jafna og svo að komast einu yfir.Upphófst nú æsispennandi lokakafli þar sem afdrifarík mistök og klúður a.liða varð til þess að b.menn komust yfir og það tveimur mörkum og áttu Tækklarinn og co. ekkert svar við því og leikurinn endaði með þessum tveggja sjálfsmarka mun sem áður var talað um.Þess má geta að auðvitað eru úrslitin í klukkutíma fótboltaleik eins og þessum þar sem skoruð eru 30-40 mörk aldrei einhverjum einstökum mörkum að kenna og að undirritaður tekur alveg sömu ábyrgð á þessu tapi og aðrir í liðinu og ef að keppnisskapið hefur farið í taugarnar á einhverjum biðst ég jafnframt afsökunar á því.


5.Umferð Smá hræringar í töflunni

vor13_05.jpg

 


Undarlegur tími

A.lið Atli,Dabbi,Jón,Jörgen

Gunni,Jói,Óli,Varði

Eins magnað og það er drógust Double saman enn eina ferðina og Óli með þeim.Atla var reyndar skipt út fyrir Varða sem mætti helbollaður og klár í slaginn.Enda byrjaði hann tímann á að stela boltanum af bróður sínum og rúlla honum inn.Tíminn byrjaði samt frekar rólega en það átti eftir að breytast. Tækklarinn og félagar komust fljótlega tveimur mörkum yfir og héldu því framan af.Double voru í miklu stuði og vippuðu báðir yfir Tækklarann annað reyndar hálfvippa en samt nóg til að hann var helvíti fúll.Reyndar var hann ekki að verja mikið og virtist ekki vita hvar stangirnar voru til að byrja með allavega því það voru ófáir boltarnir sem fóru inn á nærstönginni hjá honum.Þegar tíminn var rúmlega hálfnaður tóku Atli og co. á sig rögg og komust í fimm marka mun á stuttum tíma.Eitthvað dóluðu þeir þar en allt í einu byrjaði góð syrpa af "Ólamörkum" og á svipstundu voru Varði og félagar búnir að skora sex mörk og komnir einu marki yfir.Á þessum tíma gekk ekkert sem a.liðar gerðu og var ekki laust við að smá panikk hlypi í liðið.En þeir náðu síðan að taka sig saman í andlitinu og röðuðu inn mörkum í lokin og enduðu með að vinna leikinn með fimm marka mun.Algjör rússíbanareið þarna í lokin.Það verður ekki hjá því komist að minnast á þátt Óla í þessum leik sem skoraði úr hvaða færi sem var nema náttúrulega opnu færunum því ég held að hann hafi klikkað á þremur slíkum magnaður drengur.


4.Umferð Jafnt og skemmtilegt

vor13_04.jpg

Það er langt síðan Jói var á þessum enda töflunnar


Mögnuð spenna í lokin

A.lið Dabbi,Jón,Jörgen,Hákon

B.lið Atli,Gunni,Jói,Óli

Leikurinn byrjaði rólega og voru a.liðar á undan að skora og komust fljótlega í tvö mörk og héldu þetta tveim og stundum þremur mörkum á double og félaga.Á ýmsu gekk í tímanum og meðal annars varð 6-7 mín. töf þegar boltinn festist á bakvið gardínu.Eftir það var eins og b.liðar vöknuðu ekki ósvipað og í Superbowl hjá forty niners nema hvað að þeir náðu að jafna og var jafnt þar til um tvær mínútur voru eftir.Þá skoruðu b.menn eitt mark í viðbót og þrátt fyrir nokkrar sóknir þá var ekki skorað aftur og Atli og félagar unnu sætan eins marks sigur.Ekki fannst undirrituðum hann endilega verðskuldaður en þeir börðust vel fyrir honum drengirnir og eiga hrós skilið.Það var því frekar fúll Tækklari sem gekk af velli en Double voru í skýjunum eftir að hafa unnið tvo leiki í röð saman.


3.Umferð Allt jafnt ennþá

vor13_03.jpg

En Tækklarinn samt á kunnuglegum slóðum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband