A.lið Jói,Jón,Óli,Guðni
B.lið Atli,Gunnar,Guðmundur,Brynjar
Já það var öðruvísi stemmning í þessum tíma heldur er síðast.United systur mættar og einn varamaður til viðbótar þar sem Júgóvits og Plastbræður voru fjarri góðu gammni.Við fengum að láni dreng að nafni Brynjar sem hljóp meira en við allir til samans í tímanum og þökkum við honum fyrir komuna.En að tímanum.Guðmundur sem kom í staðinn fyrir Dabbi opnaði með þrumufleyg í vinkilinn og setti standardinn allavega fyrir b.liðið fyrir kvöldið.Óli svaraði fyrir a.menn og síðan skiptust liðin á að skora.Tækklarinn tók eftir að united dúóið sleppti vippukeppninni að þessu sinni var smá söknuður af henni.Þegar tíminn var hálfnaður var enn jafnt og reyndu a.menn þá að hringla í uppstillingu liðsins en lítið vannst með því allavega til að byrja með.Atli og co. voru búnir að vera á undan að skora allann leikinn en þegar tuttugu mín. voru eftir komust Jói og félagar yfir og með seiglu og þolinmæði komust þeir í þrjá í plús þegar fimm mín. voru eftir.Gunni og hans menn klóruðu í bakkann með tveimur en a.liðar skoruðu tvö síðustu og leikurinn endaði með þriggja marka sigri þeirra.
Íþróttir | 9.10.2013 | 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Jón,Jörgen,Óli
B.lið Dabbi,Gunni,Jói,Varði
Já allir bræðurnir saman í liði á móti Brimborg og Jörgen.Tíminn fór líflega af stað og skiptust liðin á að skora og voru mörkin ekki af verri endanum.Bæði neglur utanaf velli og flott einnar snertingar spil alla leið í markið.Þegar korter var búið tóku b.liðar sig til og komust á næstu fimm mínútum í fjagra marka forystu.Jörgen og co. breyttu þá uppstillingunni á liði sínu Óli fór í markið og Jón fremst á miðjuna.Við þetta breyttist leikurinn dramatískt og það á stuttum tíma.Atli og félagar skoruðu næstu fimmtán mörk !!! og voru þá komnir í níu í plús.Doublu og co. skoruðu þá eitt en a.menn svöruðu með tveimur og kláruðu leikinn.Tilþrif í tímanum voru mögnuð.Jói að ég held klíndi einum í sammarann af löngu færi.En Jörgen var heitur í þessum tíma hann átti eina vippu og tvö skot (yfir sitthvorn tvíburann) sem smullu í slánni og beint niður og bæði fóru þau í hælinn á Double og inn.Alveg hreint magnað.Einnig fékk Dabbi sendingu metra frá marki og ætlaði að skrúfa boltann inn.Honum tókst að skrúfa boltann en lengst yfir markið.Það kom hins vegar ekki að sök því þetta var þessi fína sending á hann sjálfann sem hann náði og skoraði svo úr.
Íþróttir | 2.10.2013 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Dabbi,Jói,Jón,Óli
B.lið Atli,Guðni,Jörgen,Varði
Þrátt fyrir að hinn snöggi og geðþekki united maður Koeman hafi mætt fyrir frænda sinn þá virtist hann líka hafa unnið á bjórbirgðum heimsins í sumar og náði ekki að draga hraða boltans á hærra plan.Það mætti halda að menn væru að eldast.En því lýgur enginn að Tækklaranum.En að boltanum það voru flestir "varnarmennirnir" í a.liðinu og var því kannski ekki að undra að þeir byrjuðu að skora og héldu forystu til að byrja með.Vörn þeirra b.manna var frekar gisin og skoruðu Óli og félagar mikið með sendingum inn í teig.En Guðni og sérstaklega Varði voru oð setja mikið af langskotum.Þeir náðu hinsvegar aldrei í skottið á a.liðum og leikurinn endaði með tveggja marka sigri a.manna.
Íþróttir | 18.9.2013 | 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón
B.lið Jói,Jörgen,Óli,Varði
Atli og félagar unnu með þremur eftir að hafa komist í sex en b.menn neituðu að gefast upp eins og fyrri daginn og leikurinn endaði sem fyrr segir með þriggja marka sigri.Jörgen fór á kostum og átti einar þrjár vippur í leiknum.
Íþróttir | 17.9.2013 | 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón
B.lið Jói,Jörgen,Óli,Varði
Jæja þá er fimmtánda eða eitthvað tímabilið hafið.Fyrsti tíminn var eins og oft áður ekki mjög áferðarfallegur né hraður.Greinilegt að fleiri en Tækklarinn hafa ástundað æfingar með bjór í hönd meira en boltatækni og hlaup í sumar.En svona er þetta bara og ekki sér Tækklarinn eftir einum einasta bjór í sumar.En að tímanum.Hann fór eins og áður sagði rólega af stað en a.liðar voru fyrri til að skora og héldu naumri forystu framan af.Dabbi stoppaði leikinn eftir sjö mínútur og tilkynnti að hann væri að snerta boltann í fyrsta skipti.Ekki þannig að við höfum verið að skilja útundan eða neitt svoleiðis.Einelti er ekki stundað í þessum tímum.Atli og co juku forystuna jafnt og þétt og voru komnir í sex mörk í plús þegar tuttugu mínútur voru eftir.En þá tóku b.menn sig til og fóru að saxa á forskotið og það jafnt og þétt.Þegar fjórar mínútur voru eftir náðu þeir að jafna og komust síðan einu yfir.Upphófust nú ansi spennandi lokamínútur og var ekki laust við titring í báðum herbúðum.Dabbi og hans menn náðu að jafna og svo var barátta alveg fram að opnun hurðar um að skora síðasta markið en það kom ekki og liðin skildu því jöfn í fyrsta leik og tímabilið byrjar því með spennu og látum.
Íþróttir | 3.9.2013 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Man ekki eftir því hvenær ekki þurfti að færa neinn í töflunni.En það er hellingur sem gæti gerst í kvöld
Íþróttir | 30.4.2013 | 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar