Þungir á móti Þyngri

A.lið Atli,Jón,Jörgen,Varði

B.lið Dabbi,Gunni,Jói,Óli 

Já það dróst ansi sérstaklega í lið í gær og ekki laust við að Tækklarinn væri sigurviss.Og þrátt fyrir að hann hafi fengið á sig tvær vippur og þar af önnur af dýrari gerðinni vippusending á Óla sem skallaði afturfyrir sig af talsverðu færi og Tækklarinn á línunni.Boltinn sleikti slánna og kyssti skallann á kallinum og inn, ótrúlegt mark.Ekkert af þessu né heljarinnar barátta hjá Óla gamla var að fara að breyta því að leikurinn ynnist með tíu marka mun.Það var bara skrifað í skýin.Enda kom það á daginn og það voru rúmar tuttugu mínútur eftir þegar það gerðist. 


9.Umferð mjög jafnt frá 2-7

HAUST13.09

8.Umferð Gunni í öðru sæti

HAUST13.08

Þrekið þraut og þriðja tían staðreynd

A.lið Jón,Óli,Varði,Hákon

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jörgen

Þetta var svolítið sérstakur tími.Dabbi og co byrjuðu mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin.Eitthvað gekk a.mönnum illa að stilla sig af og virtist fyrirmunað að skora.En þegar þeir skoruðu á endanum komu sjö í röð.Atli og hans menn náðu að stöðva blæðinguna og liðin skiptust á að skora fram yfir miðjan tíma.Þegar áhorfandinn (Koeman)sagði bless var staðan tvö mörk í plús fyrir Tækklarann og félaga.Við það var eins og eitthvað brysti eða kannski var þrekið hjá b.mönnum bara búið því að forskotið jókst jafnt og þétt eftir það þar til að tíunni var náð þegar um átta mínútur voru eftir. 


Tíu manna bolti gaman gaman

A.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen,Guðni

B.lið Atli,Jói,Óli,Varði,Gummi

Það er alltaf fjör þegar United bræður mæta í boltann.Það var engin undantekning í kvöld.Liðin jöfn á pappírunum og leikurinn fór jafnt af stað.Eins og oftast þegar þeir Gummao og Koeman mæta þá bætist ögn í fjörið.Gunni setti að sjálfsögðu eina vippu og var mest svekktur að það var yfir Varða en ekki bróður sinn.Og svo komu skrítnu mörkin á færibandi á báða bóga.Menn voru að missa af snúningum og fá hann í sig og inn og þessháttar allt kvöldið.Markatalan var á jöfnu mest allt kvöldið en þegar stutt var eftir þá var eins og b.liðar misstu aðeins niður dampinn og Koeman og félagar gengu á lagið.Náðu fjögurra marka mun sem síðan varð að sex.Varði og hans menn neituðu samt að gefast upp og náðu að saxa á forskotið en tíminn vann ekki með þeim og leikurinn endaði með fjögurra marka sigri a.manna.


7.Umferð mikil hreyfing í töflunni

 

HAUST13.07


Önnur tían staðreynd

A.lið Atli,Gunni,Jói,Jón

B.lið Dabbi,Jörgen,Óli,Varði

Skallabræður úr Brimborg og Double á móti Plastbræðrum og félögum.Sýndist þetta vera uppskrift að jöfnum tíma en svo var ekki.Hann byrjaði reyndar frekar jafnt þó að a.liðar hafi verið á undan að skora allann tímann.Atli og félagar byggðu upp forskot smám saman og það var sama hvað b.liðar reyndu að breyta alltaf jókst bilið á milli liðanna.það voru reyndar ekki nema fimm mínútur eftir þegar leikurinn kláraðist með tíu mörkum en það virtist hafa stefnt í það allann tímann.Tækklaranum fannst munurinn á liðunum þetta kvöldið klárlega liggja í frábærri baráttu og eljusemi hjá Double.Þeir voru út um allt og stigu ekki feilpúst allann leikinn.Frábært að sjá til þeirra í þessum tíma.


6.Umferð Jörgen upp um 3 sæti

HAUST13.06

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 5 manns með 5 stig


Haffi mætir og klárar þetta

A.lið Atli,Jói,Jón,Varði

B.lið Gunni,Jörgen,Óli,Haffi

Dabbi ekki með og Síkáti sjómaðurinn Haffi mætti í hans stað.Eitthvað virðist vera að gera á sjónum því kallinn mætti í fínu formi og heltálgaður.Leikurinn byrjaði samt á að liðin skiptust á að skora þó að það væri heldur auðveldara fyrir Jörgen og félaga.Um miðjan leik var ennþá jafnt en þá byrjuðu b.menn að byggja upp forskot.Nokkur mörk í bakið þar sem hreinsanir enduðu í slánni hjá a.mönnum og Haffi sá um frákastið og önnur mistök gerðu að verkum að staðan versnaði stöðugt fyrir Tækklarann og hans menn.Þegar tíu mínútur voru eftir þá var staðan orðin níu í plús og enn ein sóknin hjá a.mönnum klúðraðist.Boltinn barst fram völlinn þar sem Óli kom aðsvífandi og klúðraði að sjálfsögðu fyrir opnu marki.Eitthvað náðu a.liðar að klóra í bakkann eftir þetta en leikurinn endaði samt með sex marka sigri Óla og félaga.Það virtist hreinlega allt ganga upp hjá b.mönnum í þessum leik en að sama skapi var einbeiting og vilji víðsfjarri hjá Jóa og co.


5.Umferð Vantar þrjá

 

HAUST13.05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mætingin hrapaði úr 97% í 87% 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband