Ballið byrjað

A.lið Jóhann,Jón,Hákon,Viggi

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli

 Já það vantaði tvo í fyrsta tíma vonandi er fall fararheill í þeim efnum.Báðir varamennirnir í sama liðinu og svo illa gekk að slípa það saman að þeir skoruðu ekki mark fyrr en eftir 16 mínútur.En á meðan byrjuðu b.liðar vel og Dabbi átti eina neglu í byrjun og var staðan orðin fimm í plús fyrir þá þegar fyrsta markið kom hjá Jóa og co. Eitthvað skiptust menn á að skora eftir það og fljótlega byrjuðu a.menn að saxa á forskotið.Þegar 35 mín. voru búnar náðu a.menn að jafna.Óli og félagar skoruðu reyndar strax aftur en eitthvað náði þetta að skemma einbeitinguna hjá þeim.Ég veit ekki hvort átti meiri þátt í því krafturinn í Vigga eða jólasteikin hjá b.liðinu en þeir virtust ansi búnir á því og ef ekki hefði verið fyrir klassasendingar frá Dabba sem enduðu flestar með mörkum þá hefðu menn Tækklarans farið í tíu í tímanum.Þegar a.liðið komst yfir var nefnilega nánast eitt lið á vellinum og þeir keyrðu yfir b.menn og unnu leikinn með níu mörkum.Engar voru vippurnar í tímanum en Tækklarinn náði að klobba Gunna með vinstri og fer það í sögubækurnar.


15.umferð Lokastaða

HAUST10.15

Tækklarinn vill minna á tímann í kvöld


Og meistari er krýndur....

A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón
B.lið Haffi,Jói,Jörgen,Óli

Tvö hörkulið að sjá og og það stefndi í grimma baráttu um efsta sætið og einnig var spenna á fleiri stöðum.Atli byrjaði að skora og kom sínum mönnum strax í tvö yfir.Þá hrökk Haffi í gang og þeir tveir skiptust á að skora framanaf.Gunni var flottur á milli stanganna og með Atla sjóðheitann þá náðu a.liðar smám saman forystu í leiknum.Og þrátt fyrir að Óli og Haffi næðu að setja nokkra stöngin inn þá var vörnin hjá þeim ekki nógu góð og einu sinni áttu a.liðar átta skot á markið í sömu sókninni og enduðu með marki.Þegar korter var eftir var staðan orðin sjö mörk í plús og staðan orðin ansi góð fyrir Tækklarann.Óli og félagar tóku nú á og söxuðu verulega á forskot þeirra a.manna og komust niður í þrjú mörk en komust ekki lengra.Tíminn endaði með fjögurra marka sigri Gunna og félaga og Tækklarinn þar með orðinn meistari.


14.Umferð Enn spenna fyrir lokaumferðina

HAUST10.14

ef allir mæta þá geta jón og óli orðið meistarar,atli jói og gunni geta allir skipt um sæti og jörgen getur farið upp fyrir gunna.Ef einhverja vantar getur ýmislegt fleira gerst.

 


Met í mætingu

A.lið Gunni,Haffi,Jón,Jörgen og Gummi
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Óli og Fúsi

Tólf manns mættir og tíu manna bolti í fyrsta skipti í mjög langan tíma.United liðar Matti og Fúsi og Mangóborgari í framtíðinni.Kvöldið var nokkurnvegin fullkomið.Hinir staðföstu átta ákváðu að setja af stað sýningu sem þeir áttu svo að sjálfsögðu ekki innistæðu fyrir.Leikurinn byrjaði á mjög hröðu tempói og eins og vanalega þetta seasonið var jafnt á flestum tölum.Mörkin komu hratt og ákveðið og í öllum regnbogans litum.Eins og vanalega þegar þeir unitedliðar mæta þá voru reyndar nokkrar vippur og náði Fúsi að setja eina yfir Tækklarann en Jói kallinn fékk að minnsta kosti þrjá bolta á milli lappanna í kvöld.Verslunarstjórinn og körfuboltatröllið sáu um að halda utanum skorið og átti Matti að sjálfsögðu eina mistalningu.Óli náði síðan að detta þrisvar þegar enginn var nálægt.Talandi um DejaVu þá var þetta DejaVUVUVU.En að boltanu þá er fátt hægt að segja annað en það var jafnt að mestu en þegar rúmar tíu mín. voru eftir þá voru a.liðar tveimur yfir en fengu á stuttum tíma á sig fjögur mörk og b.menn komnir með tveggja marka forystu.Gummi og hans menn lögðu hreinlega allt í að jafna og tókst það þegar lítið var eftir.Og voru síðan með boltann í lokin en náðu ekki að koma boltanum inn og sanngjarnt jafntefli staðreynd.Síðan var tekinn borgari á Grillinu og rifjaðar upp sömu gömlu sögurnar undir fáránlegri 80´músik.Kvöldið gat hreinlega ekki verið betra takk fyrir mig.


13.umferð Ennþá keppni um öll sæti

HAUST10.13

91% MÆTING  SEM ER SÆMILEGT


Ekki eins jafnt og vanalega.

A.lið Atli,Gunni,Haffi,Jón
B.lið Dabbi,Jói,Óli,Viggi

Liðin virtust ansi jöfn að sjá.Viggi kom inn fyrir Jörgen sem var löglega afsakaður.Viggi hefur reyndar ekki komið lengi en hann hefur ekki tapað mörgum leikjum Dabbi vann síðast og það man engin hvenær Óli tapaði síðast.En Tækklarinn setti taktinn með þremur fyrstu mörkunum og einu þeirra hörkuneglu í sammarann.Óli og co vöknuðu við það og komu leiknum í jafnvægi.Eftir þetta skiptust liðin á að skora tvö mörk í nokkurn tíma en a.menn voru þó alltaf á undan.Þegar tíminn var hálfnaður var staðan jöfn en fljótlega eftir það komust a.liðar í fyrsta skipti í fjóra yfir og var það aðallega markvörslu Gunna og góðri vörn að þakka.En Jói og félagar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt á tímabili og héldu sér inni í leiknum.En Atli Haffi og ekki síst Tækklarinn voru á rúllu í sókninni og þeir b.liðar áttu ekkert svar við því í lokin og þegar leiknum lauk voru a.menn með nokkuð örugga þriggja marka forystu.Þess má í lokin geta að tilllögu Gummao um tíu manna bolta næst og Borgaraferð á Grillhúsið á eftir.


12.Umferð Smá hræringar

HAUST10.12

3 tímar eftir og allt í gangi ennþá


Alltaf sama spennan

A.lið Dabbi,Jói,Jón,Óli

B.lið Atli,Gunni,Haffi,Jörgen

 Það er sam hvernig dregst í lið þessar vikurnar alltaf ráðast úrslitin á síðustu spyrnu kvöldsins.Leikur kvöldsins byrjaði mjög fjörlega að þessu sinni.Mörkin hreinlega mokuðust inn.Og það í jöfnum hlutföllum því jafnt var á öllum tölum meira en þrjá fjórðu hluta tímans.Tækklarinn skoraði fyrstu þrjú mörk a.liðsins og voru þau hvert öðru skrautlegra.Eitt var meira að segja frákast úr veggnum í kassann á honum og inn.En eins og sagði í byrjun virtust varnirnar eitthvað daprar því það var örugglega skorað mark á mínútu í leiknum.Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fóru a.menn á stuttum tíma upp í fjóra í plús en b.liðar tóku þá á sig rögg og jöfnuðu mjög fljótlega og aftur var jafnt alveg til enda.Það var síðan Tækklarinn sem þrumaði boltanum að marki alveg í blálokin og við markstöngina fjær stóð Jói og tók af allan vafa um hvort boltinn færi í stöngina eða ekki potaði tuðrunni í netið.Nokkrum sekúndum síðar opnaðist hurðin og sigur a.manna staðreynd


11.Umferð Ótrúlega jafnt

HAUST10.11

Jói getur tölfræðilega ennþá unnið mótið og hann er í sjötta sæti.

Gæti varla verið meira spennandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband