Spenna sem aldrei fyrr

A.lið Haffi,Jói,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli

 Allir mættir í fyrsta skipti í langan tíma.Liðin skiptust á að skora til að byrja með en það var svosem ekki mikið skorað í fyrstu því að staðan var 3-2 eftir korter.Óli var í essinu sínu í tímanum og lagði boltann nokkrum sinnum með langskotum í vinklana en í a.liðinu voru menn að skora innan úr teig.Vörnin hjá þeim var mjög sterk og voru b.liðar miklu meira með boltann og Jói og co vörðust.Þegar tuttugu mín. voru eftir var staðan orðin 3 í plús fyrir a.liða og staðan virtist nokkuð vænleg.Þá tóku Atli og félagar á sig rögg og skoruðu fjögur í röð á stuttum tíma.Nú var komin veruleg spenna í leikinn og var jafnt á öllum tölum allt til enda leiks.Tækklarinn klikkaði á hverju dauðafærinu eftir annað og virtist farinn á límingunum en náði nú líka að krafsa nokkrum boltum til baka með pressu.En allt réðst þetta á síðasta markinu í síðustu sókninni sem Haffi skoraði af alkunnri snilld og kláraðist leikurinn því með sigri a.liðsins með einu marki.


10.Umferð Enn tapar Tækklarinn

HAUST10.10

Og Óli á skriði annars hefur þetta sjaldan verið jafnara maður.


Æsispennandi tími

A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón

B.lið Haffi,Jói,Óli,Hákon

  Já það var mögnuð spenna í húsinu í gær.Tíminn byrjaði reyndar frekar seint komnar meir en fimm mín. á klukkuna þegar startað var og skiptust menn á að skora frá upphafi.Það var mikið skorað og varnirnar láku svolítið.Dabbi hélt uppteknum hætti og raðaði inn til að byrja með og Haffi var duglegur inn í teig hinumegin.Munurinn var aldrei meir en þrjú mörk.Liðin skiptust á að vera með forystu en undir lokin komust b.liðar í tvö mörk í plús og Tækklarinn og hans menn reyndu ítrekað að minnka muninn og náðu að skora eitt og lögðu allt í sölurnar til að jafna leikinn.En það hafðist ekki og þeir b.liðar unnu leikinn með einu marki.


9.Umferð Hvað er í gangi hjá Dabba ?

HAUST10.09

En annars spennandi og skemmtilegt


Tækklarinn Mætti ekki

A.lið Atli,Gunni,Haffi,Egill

B.lið Dabbi,Jói,Óli,Hákon

Já kallinn mætti ekki í annað skiptið síðan skráning hófst og hefur því litlar upplýsingar um leikinn en a liðið vann með tíu mörkum.Þess má geta að ég var heima með valkvíða yfir hvor endinn ætti að vera yfir Gustafsberginu hausinn eða rassinn en leysti málið á einfaldann hátt sat á postulíninu með fötu undir hökunni.Snilldarlausn


8.Umferð Óli kominn á toppinn

 HAUST10.08

92 % mæting sem er ásættanlegt en ekkert meira.En merkilegt að engann hefur vantað tvisvar


Verður ekki mikið jafnara

Alið. Dabbi,Gunni,Haffi,Jón

B.lið Atli,Jói,Óli,Hákon

 Það var magnaður bolti sem boðið var upp á í gærkvöld.Dabbi og co byrjuðu að skora og síðan skiptust liðin eitthvað á að skora þar til a.liðar og þá eiginlega eingöngu Dabbi byrjuðu að raða inn mörkum.Staðan var fljótt komin í 5 í plús og einhverjir settu á cruisecontrolið og héldu að þetta væri búið.En það var öðru nær.Með baráttu,dugnaði og frábærri markvörslu komust Atli og félagar inní leikinn og öfugt við vanalega voru það b.liðar sem komust yfir þegar tuttugu mín. voru eftir.Eftir það var jafnt á flestum tölum til loka.Er skemmst frá því að segja að b.liðið vann síðan leikinn með tveimur mörkum.Þar með er Tækklarinn búinn að tapa tveimur í röð og eins og þeir segja á Betson þá er "surebet"á sigur næst.


7.Umferð Lítil breyting

HAUST10.07

 


Hörkuleikur

A.lið Dabbi,Haffi,Jón,Hákon

B.lið Atli,Gunni,Jörgen,Óli

Tíminn byrjaði mjög fjörlega og var mikið skorað.Atli hljóp á eftir öllum boltum og b.liðar allir virtust mjög frískir og ákveðnir.Þeir voru líka á undan að skora og héldu þetta einu tveim mörkum stundum þrjú en ekkert sem kom í veg fyrir hörkuspennu.Dabbi og co skoruðu útum allan völl en Jörgen og félagar mest með skotum utanaf velli.Reyndar kom þrjú mörk þar sem bolta var skotið í varnarmann hrökk þaðan í skotmann og lak síðan inn.Þegar um tuttugu mínútur voru eftir komst a.liðið yfir eins og vanalega og héldu menn að þetta færi eins og síðustu tveir leikir.En Óli og co héldu áfram að berjast og staðan var hnífjöfn allt til enda.Þegar leiktíminn var liðinn samkvæmt klukkunni var b.liðið með eitt mark í plús en a.menn með boltann.Þeir skutu á markið og misstu boltann og Jörgen skoraði.Þar sem tíminn var úti þá reyndu a.liðar að pressa en það gekk ekki upp og tíminn endaði með fimm marka sigri Gunna og co.Það var alveg klárt í huga Tækklarans hvað olli þessu tapi.Hann og hans menn töpuðu boltanum klaufalega út á velli minnst 15 sinnum og tók það sinn toll í mörkum.


6.Umferð Mjög jöfn tafla

HAUST10.06

Tækklarinn sker sig úr að sjálfsögðu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband