Kaflaskiptur tími

A.lið Dabbi,Jói,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Gunni,Haffi,Óli

 Þessi tími verður væntanlega í minningunni lengi.Og eina ástæða þess er afbrennsla dauðans sem síðan skipti sköpum fyrir úrslit hans.En að því síðar.Eitthvað byrjaði tíminn seint og ekki var skorað neitt fyrr en 10 mínútur voru komnar á klukkuna.Þar voru b.liðar að verki og skoruðu þeir fljótlega annað.Fimm mínútum síðar eða svo skoruðu a.menn sitt fyrsta mark.En eftir það skoruðu þeir meira en andstæðingarnir og voru fljótlega komnir í forystu sem hélst lengi vel.Á fimmtán mínútna kafla skoruðu Atli og félagar ekki mark.En svo fóru þeir að seiglast í einu og einu og lokuðu síðan algjörlega á Tækklarann og hans menn og þeir skoruðu ekki allt til loka.En einu sinni tókst þeim nú ekki að loka.Þá átti Tækklarinn snilldar sendingu í vegginn og í átt að marki vitlausu megin við miðlínu reyndar.Boltinn var 40 cm frá markinu á leiðinni inn og Jörgen mættur á svæðið með mann í bakinu algjörlega fyrir miðju marki og vinstri fótinn.Smellir löppinni í boltann sem fer bæði framhjá og yfir!!!!!!Undirritaður hefur aldrei séð aðra eins afbrennslu.Leikurinn endaði síðan með þessu fína jafntefli sem bæði lið voru reyndar að ég held frekar fúl me'ð því það komu færi báðummegin í lokin.


5.Umferð Jón að stinga af ?

VOR11.05

það er reyndar nóg eftir af þessu


Taka tvö sama kvöld

A.lið Atli,Gunni,Jón,Jörgen

B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Óli

Í seinni drættinum var það eina sem breyttist að Dabbi og Jón skiptu um lið og úr varð hörkuleikur.Mikið skorað á báða bóga Haffi og Jörgen með snilldartakta sitthvorummegin á vellinum. Óli átti nokkur " Óla"glæsileg í röð og svo framvegis.En a.liðið var alltaf á undan í skorun og komst á tímabili í fjögur í plús en endaði tímann með tveggja marka sigri.


4. Umferð Metið ekki slegið

VOR11.04

Skrítið hvað margir ójafnir leikir hafa verið núna miðað við í fyrra


Það kemur alltaf eitthvað nýtt

A.lið Haffi,Jói,Jón,Jói

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jörgen

Um þennan leik er fátt að segja a.menn komust í níu núll á átta mínútum en fengu síðan á sig eitt og eitt en kláruðu  tólf tvö á innan við korteri.Þá var ákveðið að draga aftur og láta þann leik telja þar sem 45 mín. voru eftir af tímanum


3.Umferð Óla gengur illa

VOR11.03

Þetta er reyndar fljótt að breytast


Loksins allir mættir

A.lið Atli,Gunni,Jón,Jörgen
B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Óli

Já allir mættir en reyndar svaf Óli yfir sig og mætti sjö mínútum of seint.Leikurinn byrjaði reyndar frekar rólega en svo settu tvíbbarnir sitthvort og allt fór af stað.Eða það er að segja b.liðið fór í gang.Þrátt fyrir að Óli væri syfjaður þá náðu hans menn fljótlega yfirhöndinni í leiknum.Tækklarinn og félagar gerðu mikið af mistökum þar sem þeir misstu bolta, gáfu á mótherja og skoruðu ekki úr dauðafærum.Þegar leikurinn var um það bil hálfnaður þá var staðan orðin fjögur í plús fyrir Dabba og hans menn.Þá loks byrjuðu a.liðar að pressa og komust einu yfir á næstu tíu mínútum.Eitthvað kljáðust menn og skoruðu á vixl um stund en svo kom sérstakur kafli.Það var ekki skorað mark í einhverjar sjö átta mínútur.en í lokin náðu loks Atli og co. að skora þrjú á stuttum tíma og leikurinn endaði með fjögurra marka marka sigri hans manna.


2.Umferð Vonandi mæta allir

VOR11.02

Jörgen kemur sterkur inn


1.Umferð Vantaði tvo

VOR11.01

Miðað við reglur á þetta að vera svona og skipti svo sem ekki máli


Frábært mark sem breytti öllu ?

A.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jón
B.lið Gunni,Jói,Óli,Hákon

Sjálfstraust Tækklarans var frekar mikið þegar drátturinn var ljós en leikurinn byrjaði jafn og skemmtilegur.Mikið skorað og jafnt á öllum tölum.Áhorfendurnir voru reyndar að tala um að leikurinn væri eins og hann væri sýndur hægt en það var bara vitleysa.Eftir tæpar tuttugu mín komust a.liðar í fyrsta skiptið í tvö í plús.Áfram var leikurinn í þokkalegu jafnvægi en stangirnar tóku ansi mörg skot frá Óla og félögum.Og það tók sinn toll því a.liðar juku smám saman forskotið og voru komnir í fimm í plús þegar tíminn var rúmlega hálfnaður.Double og co. tóku sig duglega á þá og með tveimur klessum í slánna og inn og fleiri töfrabrögðum voru þeir komnir niður í tvö mörk og allt gat gerst.En þá kom markið sem breytti öllu.Haffi vann boltann í vörninni og sendi hann fram á Atla sem "stakk" boltann yfir sig og Gunna sem var fyrir aftan hann síðan snéri hann sér við hljóp á eftir honum en þurfti ekki að snerta boltann því snúningurinn á honum var svo mikill að hann rúllaði í markið.Flottasta mark sem ég hef séð í langan tíma.Ekki veit ég hvort það var þetta eða hvað en þeir b.menn báru ekki sitt barr það sem eftir var og leikurinn endaði með tíu marka sigri a.manna þegar lítið var eftir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband