Einkennilega létt tía

A.lið Dabbi,Haffi,Jón,Hákon

B,lið Atli,Jói,Jörgen,Óli

 Já það verður ekki annað sagt en að tíminn hafi komið á óvart.Liðin nokkuð jöfn að sjá á pappírunum og Dabbi unnið einn leik á tímabilinu.Atli og félagar byrjuðu reyndar á að skora og voru yfir rétt til að byrja með.En Dabbi og co. tóku fljótlega yfirhöndina og voru komnir í sex marka forystu þegar tíminn var hálfnaður.Þá kom smá kippur í þá Jóa og skoruðu þeir þrjú í röð og smá spenna í spilunum.En það hrökk allt til baka og þegar innan við tuttugu mínútur voru eftir komust a.liðar í tíu marka mun.Hákon og Tækklarinn náðu einkar vel saman í þessum tíma og skoruðu helling saman og Haffi kom mjög vel út sem aftasti maður.Hjá b.liðum var fátt flott í gangi en Jói átti tvær vippur yfir Tækklarann og Jörgen sparkaði með tánni í rimlana.Og þeir klikkuðu endalaust á góðum færum.


10.Umferð Tækklarinn að stinga af

VOR11.10

En annars mjög jafnt í sætum 2-7


Hægur start stopp tími

A.lið Haffi,Jói,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli

 Tími kvöldsins byrjaði rólega og jafnt og náði enihvernveginn aldrei flugi.Óli steig ekki bara á reimarnar nokkrum sinnum heldur datt líka án þess og boltinn festist á bak við gardínu upp við loft og Gunni fékk boltann í hreðjarnar og fleira og fleira.Allt þetta varð til þess að tíminn var hálf skrítinn.En að tímanum Dabbi sá að mestu um skorun fyrir þá b.menn og voru mörkin hjá honum flest af snyrtilegri gerðinni meðal annars ein skotvippa yfir Jóa alveg frá miðjulínu, stórglæsileg.Ég veit svo sem ekki hvernig hefði farið ef Jói hefði ekki bjargað nokkrum boltum á línunni eða ef Óli hefði ekki klikkað á tveimur opnum færum en a.liðar silgdu þessu  nokkuð örugglega í höfn og unnu í lokin með sex marka mun.Annað merkilegt gerðist í raun ekki.


9.Umferð Línur að skírast ?

VOR11.09

Eða bara spenna framundan.


Nett spenna

A.lið Atli,Gunni,Jón,Viggi

B.lið Dabbi,Haffi,Jörgen,Óli

 

Viggi hefur ekki lagt í vana sinn að tapa þannig að Tækklarinn hugsaði með sér að þetta yrði létt en annað kom á daginn.Jói Double tók þriðja í konudegi frí og biðjum við að heilsa konunni hans.Fyrsta markið lét standa á sér og kom ekki fyrr en á tólftu mínútu.En eins og áður þá er eins og bresti stífla því eftir það röðuðu menn inn mörkum í stórum stíl.Haffi og hans menn voru á undan að skora og leiddu skorið næstu tuttugu mínútur.Þeir náðu samt aldrei nema þriggja marka forystu og oftast var hún bara eitt.En á skömmum tíma eftir þetta náðu Atli og Viggi að koma a.liðinu í eitt yfir og nú leiddu þeir með einu og tveimur um hríð.Á þessum tíma kom atriði kvöldsins þegar Tækklarinn hreinsaði í vegginn rétt við miðlínuna í Óla af honum í vegginn aftur og skoppaði svo skemmtilega í netið týpískt mark hjá Óla.Þegar lítið var eftir voru a.liðar með eins marks forystu og boltinn gekk eitthvað á milli liða en á endanum skoraði að mig minnir Atli lokamarkið og a.liðið sigraði með tveggja marka mun.


8.Umferð einhver hreyfing á töflunni

VOR11.08

 


Hörkuspennandi tími

A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jói

Tíminn byrjaði eins og vanalega á að Dabbi fékk sína neglu og smellti boltanum inn.En Tækklarinn svaraði snarlega í sömu mynt.Jafnt var framan af en a.liðar yfirleitt á undan að skora.Svo fór að a.liðar komust í 3 í plús þegar tíminn var að verða hálfnaður.en þá ruku b.liðar í gang og komust einu yfir á 33 mínútu og voru komnir þremur yfir stuttu síðar.En með Gunna í stuði í markinu og Óla og Tækklarann í gírnum þá tókst a.liðum að stoppa Dabba og co af og byrja að saxa á þetta forskot.Þrátt fyrir að missa boltann nokrum sinnum og að Óli brenndi af kominn einn í gegn fyrir opnu marki þá komust a.liðar í tvo í plús þegar um 6 mín. voru eftir. Jói og félagar náðu strax að skora eitt og mikil spenna var í leiknum þar til stutt var eftir en þá náðu Gunni og félagar inn öðru marki og tíminn endaði með tveggja marka sigri þeirra.Það markverðasta í þessum tíma var að sjálfsögðu klúður Óla en þrjú önnur atvik voru eftirminnileg líka.Haffi átti bakfallsspyrnu í gólfið og upp stutt frá marki með mjög þröngum vinkli og Jörgen stóð í markinu og átti ekki að eiga í nokkrum erfiðleikum með að taka boltann.Einhvernveginn náði hann samt að færa sig mjög sérkennilega frá boltanum og það er eiginlega hægt að skrá þetta sem vippu líka.Annað aðdáunarvert var þegar dabbi tók sprett úr vörninni yfir allann völlinn og pressaði títtnefndan Jörgen til að missa boltann og úr varð mark.Dabbinn greinilega að komast í hörkuform.Einnig átti Atli flott mark hlaupandi aftur fyrir endalínu og Gunni stóð upp við stöngina en samt komst boltinn framhjá honum og inn.


7.Umferð Tækklarinn tapar leik

VOR11.07

Loksins kemur tafla


10 manna bolti

A.lið Dabbi,Gunni,Jói,Jón,Gummi

B.lið Atli,Haffi,Jörgen,Óli,Guðni

Já tíu manna bolti og hörkufjör.Þeir united bræður virðast engu gleyma þótt þeir mæti ekki reglulega og falla vel inn í hópinn.Eins aumur og Tækklarinn er að skrifa þetta blogg núorðið þá fór hann á kostum í tímanum og náð þremur semivippum og tveimur sköllum sem telst met í hvaða landi sem er.Tíminn var nú svolítið kaflaskiptur og  komust b.menn eftir langa hríð í nokkuð góða stöðu voru með sjö marka forystu.Eitthvað náðu Double og félagar að krafsa í forskotið og með mikilli baráttu komust þeir í tvo í mínus en gerðu þá þrenn herfileg mistök í röð og eyddu þar með sénsinum á að komast nær og leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Atla og hans manna.Þess má geta að Leikur Tækklarans var ekki alveg fullkominn og viðurkennir hann að hafa verið klobbaður tvisvar í tímanum.


6.Umferð Jafntefli engin breyting

VOR11.06

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband