Þungir á móti rest

A.lið Dabbi,Gunni,Jói,Jón

B.lið Atli,Haffi,Jörgen,Óli

Tækklaranum varð ekki alveg að ósk sinni að fá rematch en fékk nú samt Double með sér og er þetta í fimmta sinn í röð sem Jói er í liði með honum og fjórða sinn af síðustu fimm sem Gunni er með honum magnaður andskoti.En að leiknum Atli og co komust fljótlega yfir og náðu í fjögur í plús á fyrstu fimm mínútunum.Eitthvað náðu a.liðar að stöðva þessa blæðingu og byrjuð liðin nú að skora á víxl.Tréverkið var reyndar ansi mikið fyrir Dabba og mikið var um mistök á báða bóga og flest mörk b.manna komu úr hröðum sóknum.Double og félagar voru meira í krossum  inn í teig.Með mikilli baráttu náðu a.liðar að jafna leikinn en Haffi náði fljótlega inn tveimur og allt í járnum ennþá.Júgóvits kíkti þá í heimsókn og kallaði brot á einhvern helv. aumingjaskap þegar Gunni skoraði af harðfylgi.Jói og co. reyndu sitt ýtrasta í lokin en enduðu á að tapa með 3 marka mun.


15.Umferð Séns á rematch

VOR11.15

Tækklarinn væri meir en til í hefnd


Loks tapar Tækklarinn

A.lið Gunni,Jói,Jón,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Beggi

Það telst orðið til tíðinda ef Tækklarinn tapar.Hann hefur reyndar tapað í tíu manna bolta en síðasta tap í regulation bolta var 10 nóvember.Þeir Dabbi og co komust fljótlega yfir og voru yfir allann leikinn.Atli skoraði mest í byrjun en síðan fór þetta að dreifast á liðið.Munurinn var mestur 5 mörk en með miklu átaki komust a.liðar í 2 mörk en lengra komust þeir ekki og leikurinn endaði með 5 marka sigri Haffa og félaga.


14.Umferð Jói flýgur upp töfluna

VOR11.14

og það er líka allt opið í sætum 2 til 7


Same old same old

A.lið Atli,Jói,Jón,Óli

B.lið Dabbi,Haffi,Jörgen,Hákon

Það er ekki laust við að þetta hafi verið það sem fór í gegnum huga Tækklarans þegar leik lauk.En að leiknum Jói byrjaði tímann á því að klína einum frá miðju í vinkilinn.Jafnt var til að byrja með en síðan sigu b.liðar frammúr og komust fljótlega í fjögurra marka forystu.Þá fór Tækklarinn í markið og hægt og rólega byrjuðu a.menn að byggja upp varnarmúr sem Haffi og félagar komust mjög treglega í gegnum.Í sókninni fóru svo Atli og Jói að raða inn boltum á nærstöngina hjá Jörgen.Dabbi kallinn er að komast í fantaform og átti langa spretti á miklum hraða allan tímann.En það kom ekki í veg fyrir að a.menn ynnu  leikinn með sex marka mun


13.Umferð Hreyfing í neðri hluta

VOR11.13

Já það er spenna í þessu öllu nema toppnum


Smá spenna en...

A.lið Gunni,Jói,Jón,Viggi

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Óli

 Þegar Double eru saman í liði er ekki mikið um sigra hjá þeim en með Vigga og Tækklarann með sér var smá séns.Timinn byrjaði frekar jafn og liðin skiptust á að skora.Brátt byrjuðu hinsvegar b liðar að síga frammúr og voru á tímabili komnir með 5 marka forystu.Þá prófuðu a.menn að breyta hjá sér vörninni og við það fóru þeir að saxa á forskotið.Ekki gerðist það nú allt í einu en fljótlega voru Tækklarinn og co komnir í 5 í plús og enduðu leikinn á þriggja marka sigri


12.umferð Dabbi af botninum

VOR11.12

Fer Óli í gang þetta vorið ?

 


10 manna bolti

A.lið Gunni,Jói,Jón,Jörgen,Hákon

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Óli,Viggi

 Það var árshátíð í Réttó og tíminn felldur niður en Dabbi bjargaði sal með bollum í sporthúsinu.Gerfigras og töluvert lengri völlur og tók smá tíma að venjast því.Það verður nú að segjast að a.liðið átti í miklu meiri vandræðum með að aðlagast og komst í raun aldrei í takt við leikinn.En að leiknum sem var frekar tilþrifalítill og fátt markvert sem gerðist og b.liðar komust fljótlega í sex marka forystu sem Jörgen og co náðu eitthvað að kroppa í á tímabili en þeir b.liðar voru ekki á þeim buxunum að láta forystuna af hendi og komust fljótlega aftur í þetta sex til sjö mörk í plús og leikurinn endaði með sjö marka sigri þeirra.


11.Umferð enn breikkar bilið

VOR11.11

bara tveir með markatölu í plús.Mjög sérstakt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband