Nýja reglan upp á annað level

A.lið Atli,Dabbi,Jón,Jörgen

B.lið Gunni,Haffi,Jói,Óli

Sumir eru meira ákveðnir á að nýja reglan sé komin til að vera en aðrir og er það bara af hinu góða.Tækklarinn og Jói byrjuðu aftast í sínum liðum og vörðu báðir vel, svo vel að staðan var 3-1 eftir tólf mínutur fyrir Jóa og félaga.En hvort sem menn byrjuðu að hitta betur eða hvað þá jókst skorið fljótlega eftir þetta.Menn voru samt vel á tánum og greinilegt að skorið minnkar með nýjungunum.Atli og félagar jöfnuðu fljótlega og var leikurinn í járnum lengi vel.Jörgen fór í markið hjá a.liðinu og tók til sinna ráða og sáust meira að segja skutlur frá kalli.En hann kom samt ekki í veg fyrir að Gunni næði að fífla hann og náði snilldarvippu á stuttu færi.Svo nuddaði hann salti í sárin með að spyrja Jörgen "af hverju varðirðu ekki bara með höndunum ?"En þessir taktar dugðu skammt og Dabbi og félagar byrjuðu að koma sér upp góðu forskoti og þrátt fyrir breytingar á vörn þeirra b.liða þá jókst forskotið jafnt og þétt.Ansi mikið kom í bakið á þeim og eftir pressu út á velli.Það fór svo að lokum að þegar tvær mínútur voru eftir á klukkunni þá náðu a.menn tíu marka forystunni sem Dabbi var búinn að segja að væri nær ómöguleg með nýju reglunum.Það sannaðist náttúrulega þarna að það sem hefur aldrei gerst getur alltaf gerst aftur.


1.Umferð Byrjað að rúlla

HAUST11.01

 


Nýtt season, nýjar reglur, sömu menn.

A.lið Dabbi,Gunni,Haffi,Jón

B.lið Atli,Jói,Jörgen,Óli

Já það gengur ýmislegt á í Mangódeildinni.Dabbi lagði til nýja reglu sem var samþykkt að prófa.Aftasti maður má verja með höndum.Hann má hinsvegar ekki grípa boltann né kasta honum.Þetta er meira svona til að þurfa ekki að skalla boltann í markinu.Þetta kom ágætlega út og við komum til með að skoða þetta alvarlega.Þetta með sömu mennina er reyndar kannski ekki alveg satt því heyrst hefur að Varði sé að reyna að gera sig klárann í boltann.En að tímanum liðin voru mjög jöfn að sjá og að sjálfsögðu þá var lítið skorað til að byrja með þar sem menn höfðu greinilega notað grillin vel í sumar og jafnvel fengið sér öl með.Haffi og co byrjuðu samt á að skora og héldu frumkvæði framanaf.Eitt og stundum tvö mörk yfir en náðu ekki að slíta sig frá Óla og co.Dabbi átti vippu kvöldsins og spurning hvort það verður vippa vetrarins því að Jói gleymdi að verja með höndum og þær gætu orðið fáar vippurnar í vetur.eftir hálftíma leik var staðan enn svipuð þ.e. eitt til tvö í plús fyrir a.liða.Eitthvað rættist úr skoruninni seinni part tímans en þegar korter var eftir voru Tækklarinn og hans menn komnir í þrjú í plús og b.menn vantaði sárlega einhvern viðsnúning.Hann kom í formi fyrrnefnds Tækklara því hann gaf tvær arfaslakar sendingar sem Atli komst inní og þeir skoruðu úr báðum sóknunum.Eitt snöggt mark í viðbót og leikurinn var jafn.Liðin skiptust á að skora þangað til tvær mínútur voru eftir á nýju klukkunni í salnum og þá voru dyrnar opnaðar og tíminn búinn.Óli með boltann sem segir okkur að Gunni og félagar voru nýbúnir að skora og komast í eitt í plús og það voru skiljanlega hundfúlir b.liðar sem gengu af velli.Semsagt ýmislegt nýtt í þessum þrettán ára gamla bolta en keppnisskapið ennþá til staðar sem betur fer.


19. umferð Lokastaða

VOR11.19

Já kallinn að klára seasonið.Rétt tæplega 93% mæting (reyndar er helmingur af skrópinu hjá Jörgen).En Tækkarinn ætlar að reyna að vera duglegri og fljótari að setja inn færslur.Og þá verðið þið að vera duglegri að commenta.


Lokaumferð

A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón

B.lið Haffi,Jói,Óli,Hákon

Hörkuleikur og ýmislegt undir.Óli hefði getað náð Atla og Jói hefði komist yfir bróður sinn ef þeir hefðu unnið.Eina breytingin ef A ynni var hins vegar sú að Atli færi í annað sætið.Leikurinn byrjaði með fjöri og skoruðu menn á víxl út í eitt til að byrja með.En Gunni og félagar náðu síðan að skríða frammúr og munaði þar mest um markvörslu Tækklarans sem var í rokna stuði á línunni.Haffi og co. lögðu hins vegar ekki árar í bát og börðust vel og héldu sér inn í leiknum.Ekki veit ég hvort það var vendipunktur í leiknum en um miðbik hans sparkaði Hákon í rimlana og meiddi sig í tánni.Einhverntímann í kringum það sigu a.liðar frammúr og náðu smá forskoti.Það var svosem ekki mikið en a.liðar voru á undan eftir þetta og styrktu sig jafnt og þétt.Jói og félagar börðust hinsvegar grimmt og hleyptu a.mönnum ekkii langt frammúr.Framanaf tíma þá skoraði Atli ekki mark.Sama hvernig færið var inn vildi boltinn ekki.Þegar um fimmtán mínutur voru eftir skoraði hann hins vegar fyrsta markið og eftir það héldu honum engin bönd.Það sem eftir lifði leiks skoraði hann hvert markið á fætur öðru og í lok leiks var það sennilega hans framlag sem stóð uppúr og a.liðar unnu leikinn með fimm mörkum.Mörg skrítin mörk voru skoruð í þessum leik en fyndnasta skotið var frá Tækklaranum.Hann sparkaði boltanum yfir sig nánast á línunni tvo metra frá marki.Boltinn fór yfir Jóa í markinu í slánna stöngina og gólfið og þaðan í bakið á Jóa.Skrúfaðist upp eftir bakinu á honum í hnakkann á honum og af því að hann stóð kjurr þá lak hann út á öxlina og út en ekki inn í markið.


18.Umferð Óli á nú séns á öðru sætinu

VOR11.18

Atli,Jói og Jörgen geta einnig hækkað sig


Vantar tvo

A.lið Dabbi,Jón,Jörgen,Hákon

B.lið Gunni,Jói,Óli,Viggi

Þetta var nokkuð jafn leikur þar sem a.liðið byrjaði ágætlega og var yfir til að byrja með en áttu síðan slæman kafla þar sem Double og co tóku öll völd á vellinum og fóru í fimm í plús.Restin af tímanum fór í að reyna að jafna leikinn fyrir Jörgen og félaga.Síðasta spyrna kvöldsins kom um leið og hurðin var opnuð og var það nokkuð langt og gott skot frá Tækklaranum og hefði það nægt til að jafna leikinn.Jói varði það hins vegar vel og eitt núll sigur var staðreynd.


17.Umferð Tækklarinn tryggir sig

VOR11.17

 


Betra seint en aldrei

A.lið Gunni,Haffi,Jón,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Jói,Jörgen

Það er orðið langt síðan Tækklarinn skrifaði eitthvað og biðst hann velvirðingar á því en einhverjar málsbætur þykist hann hafa.Þessi leikur var ójafn frá byrjun og bjóst Tækklarinn við tíu en Atli og co héldu í við a.menn og leikurinn endaði með níu marka mun.


16.umferð Atli á nú góðan séns

VOR11.16

ekki það að Tækklarinn ætla að tapa þriðja leiknum í röð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband