A.lið Gunni,Haffi,Jón,Óli
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Jörgen
Leikur kvöldsins byrjaði svipað og undanfarið a.liðið skoraði mörk sem mörgum finnst að eigi ekki að telja.Tækklarinn hittir ekki markið en boltinn snýst í fætur Jóa og inn og svoleiðis skelfing.Og mörkin urðu fimm áður en b.liðar náðu að svara.Eitthvað náðu b.liðar að skora en það var lítið.Það sem helst hélt þeim inní í leiknum var að Jón og Óli virtust ekki getað gefið almennilega sendingu á hvorn annann.En sóknarlega gekk fátt upp hjá Atla og félögum.Boltinn vildi bara ekki inn og eftir skot frá þeim fengu a.liðar boltann og komu honum inn á einhvern fáránlegan hátt.Þegar leikurinn var hálfnaður var staðan orðin níu í plús fyrir Gunna og félaga.Þrjú mörk í röð frá þeim b.liðum hleypti smá lífi í leikinn en það stóð ekki lengi og Haffi og co. stýrðu þessu í sanngjarnan en alltof stóran tíu marka sigur þegar tólf mínútur voru eftir.
Íþróttir | 19.10.2011 | 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 12.10.2011 | 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
A.lið Haffi,Jói,Jón,Varði
B.lið Atli,Gunni,Jörgen,Óli
Hefði haldið að Dabbi myndi fresta smá ferð til USA til að halda eða auka forskotið en hann sendi Varða bróður sinn fyrir sig.Varði hefur að eigin sögn ekki hreyft sig síðan hann var síðast í tíma hjá okkur fyrir 18 mánuðum og sást það á honum.Hann virðist ætla að mæta bróður sínum á vigtinni eftir 20 kg.En hann hélt tímann út og er það vel.Tíminn byrjaði svipað og síðast því b.liðið skoraði sitt fyrsta mark eftir 13 mínútur og þá voru a.liðar búnir að skora fjögur.Að vísu var Jörgen svo hræddur við að skora sjálfsmark að hann tók þá ákvörðun að skora bara ekki í tímanum.Allavega ekki fyrr en í lokin.Haffi og félagar beittu einfaldri taktík biðu rólegir í sókninni þangað til sást glufa og gáfu þá á innimanninn og hann skoraði, trekk í trekk.þeir voru snöggir í sex marka mun og héldu nálægt því ansi lengi.En b.liðið hélt haus og byrjuðu að saxa á forystuna þegar tuttugu mín voru eftir og voru Atli og Óli einna duglegastir og virtust ætla að hafa af að jafna leikinn.Voru komnir niður í tvö mörk og innan við tíu mínútur eftir.Og með boltann.En smá andvaraleysi og mark í bakið gerði útslagið og þeir áttu ekki meira inni.Jói og hans menn gengu á lagið og komu muninum í sjö mörk áður en hurðin opnaðist.
Íþróttir | 11.10.2011 | 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íþróttir | 11.10.2011 | 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Gunni,Jói,Jón
B.lið Dabbi,Haffi,Jörgen,Óli
Guðni var mættur sem áhorfandi og þá var að sjálfsögðu sett upp sýning.Tækklarinn opnaði með glæsilegri vippu yfir Jörgen strax í byrjun.Einhverju virðist hafa kortslúttað í hausnum á honum við það því næstu þrjú mörk fóru öll af honum og inn.Tveimur mörkum bættu a.liðar í sarpinn áður en b.liðar náðu að skora sitt fyrsta mark og þá voru liðnar nítján og hálf mínúta af tímanum !!!!! Á næstu tólf mínútum tókst Haffa og hans mönnum síðan að komast tveimur mörkum yfir !!!! Eftir þetta skoruðu liðin eitthvað á víxl og nett spenna var hlaupin í leikinn.Þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan enn tvö í plús fyrir Dabba og félaga en a.liðar með boltann og í góðum séns en misstu boltann klaufalega og fengu mark í bakið.Annað fylgdi fljótlega og það var of mikið fyrir Double og co sem töpuðu leiknum með þessum fjögurra marka mun.Guðni valdi að sjálfsögðu mann leiksins í báðum liðum og varð Jörgen fyrir valinu í b.liðinu og það kom engum á óvart að Jörgen fékk einnig titilinn í a.liðinu.
Íþróttir | 5.10.2011 | 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íþróttir | 3.10.2011 | 17:14 (breytt kl. 17:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Gunni,Jói,Jón,Hákon
B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jörgen
Óli kallinn veikur og Hákon bjargvættur mættur í hans stað.Það veikti aðeins a.liðið allavega á pappírunum.Enda komust b.liðar fljótlega yfir og og voru með yfirhöndina framanaf.Double og félagar héldu samt vel í þá og voru ekkert að hleypa þeim of langt frá sér.Eins og í öllum tímum þetta sísonið var keyrslan ógurleg og þegar tíminn var hálfnaður var farið að draga verulega af Tækklaranum og félögum.Enn var staðan þokkaleg en þegar menn eins og Atli finna fjölina sína og skora úr öllum sínum skotum þá verður eitthvað undan að láta.Það var með ólíkindum hvernig hann skoraði.Með skalla hælnum vinstri og allsstaðar af vellinum.Með Haffa með sér og Jörgen aftast þá var þetta of mikið fyrir Double og félaga.Brátt var staðan orðin fimm og svo sjö fyrir b.liðið og þrátt fyrir að a.menn næðu að klóra í bakkann þá var ljóst í hvað stefndi og leikurinn snérist aðeins um hvað tapið yrði stórt.Undirritaður var meira að segja svo búinn að hann hreinlega man ekki hvort leikurinn fór fimm,sex eða sjö núll fyrir þá b.menn á endanum en ég fæ það á hreint áður en ég set upp töfluna á morgun.
Íþróttir | 27.9.2011 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íþróttir | 26.9.2011 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Gunni,Jón,Óli
B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Jörgen
Tíminn hófst reyndar aðeins of seint því Dabbi kom ekki á réttum tíma.Atli og félagar byrjuðu betur og voru fljótlega komnir með 2-3 mörk í plús.Haffi og hans menn gáfust ekki upp og héldu í við a.liða þrátt fyrir að allir fifty-fifty boltar enduðu hjá Gunna og félögum.Þegar tíminn var hálfnaður stoppaði Dabbi tímann og þurfti að fara á klósettið og fór góður tími í það hjá honum.En hann hefur örugglega losað vel því hann var allur annar eftir þetta.Hans menn náðu að jafna fljótlega en síðan fóru a.liðar af stað og skoruðu grimmt.Komust í sex marka forustu og allt virtist stefna í tíu.Jörgen og félagar náðu síðan að stöðva blæðinguna og gott betur.Forskotið minnkaði ört og og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan orðin einungis tvö í plús fyrir Tækklarann og co.Á næstu tveimur mínútum náðu a.menn að skora tvö mörk og var þar að verki Atli nokkur og var seinna markið einkar vel gert hjá honum,hann komst inn í sendingu og kom boltanum af harðfylgi í netið.Það sem eftir var börðust b.liðar grimmilega við að minnka muninn aftur og komust í eins marks mun og voru með boltann.En happadísirnar voru ekki með þeim í blálokin og Óli skoraði eitt og var á leið að skora annað þegar hurðin opnaðist.Samt er aldrei hægt að segja hvernig hefði farið ef Dabbi hefði mætt skitinn og á réttum tíma.
Íþróttir | 20.9.2011 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 14.9.2011 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar