10 manna bolti fjör fjör fjör.

A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Óðinn,Gummi

B.lið Atli,Dabbi,Jói,Óli,Guðni

Já það er alltaf gaman þegar þeir unitedbræður mæta og lífga upp á hópinn.Að þessu sinni var Gummi ekki nýstiginn úr flugvél og var allur miklu sprækari en síðast.Tíminn fór af stað með látum og það voru ekki liðnar margar mínútur þegar Guðni vippaði yfir frænda sinn Gunna í markinu og þegar Tækklarinn skipti við Gunna í markinu náði hann skallavippu á hann líka helvískur.En að leiknum b.mennn byrjuðu betur og voru yfir þetta 2-3 mörk. Jörgen og félagar breyttu þá uppstillingu varnarinnar nokkuð og eftir dágóðan tíma fór það að bera árangur.Þeir byrjuðu að saxa á og komust síðan yfir.Náðu þeir á næstu mínútum að komast í 7 í plús.Þar rokkaði markatalan aðeins um stund en síðan komu Atli og co. öflugir til baka og náðu að keyra stöðuna niður í 2 mörk á stuttum tíma.Ekki var langt eftir af tímanum þarna og nett panic kominn í Tækklarann allavega.Hart var barist um að skora næsta mark og þegar það voru Gunni og hans menn sprakk blaðran hjá b.mönnum og leikurinn endaði með 5 marka sigri a manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband