A.lið Haffi,Jói,Jón,Fúsi
B.lið Dabbi,Gunni,Jörgen,Óli
Tækklaranum fannst skiptingin frekar sér í hag og þrátt fyrir yfirlýsingar gamla mannsins um eigið þrekleysi var Tækklarinn nokkuð sigurviss.Og ekki dofnaði mikið í vissu hans þegar hann náði vippu í fyrsta marki og tvöföldum klobba í næsta.Fúsólfur kvartaði reyndar yfir þolleysi en samt náði hann að skora flest mörkin sem fleyttu a.liðinu í tíu marka sigur á innan við hálftíma.Félagarnir í b.liðinu voru algjörlega heillum horfnir í leiknum.
Ákveðið var að freysta gæfunnar og skipta aftur.
A.lið. Gunni,Jói,Jón,Fúsi
B.lið Dabbi,Haffi,Jörgen,Óli
Þegar skipt var á Haffa og Gunna sem var staðan sem upp kom eftir fyrri leikinn þá bjuggust menn við að leikurinn jafnaðist og það kom á daginn.Þarna virtist kominn upp sú staða að Fúsi og félagar byrjuðu að klikka á einu og einu skoti og Dabbi og hans menn fengu smá heppni með sér.En það stóð ekki lengi.Tankurinn hjá Gamla var ekki eins búinn og hann vildi vera láta.Þeir b.félagar börðust reyndar fyrir hverjum bolta út tímann en lukkan var langt frá þeim allan leikinn.Skotin sem þeir áttu í rammann voru reyndar óteljandi en inn vildi boltinn ekki nema stöku sinnum.Og þeir a.liðar slógu ekki slöku við og innbirtu tveggja marka sigur í lok tímans.Tækklarinn vill árétta að það var ekki hann sem barðist fyrir að spilaður yrði annar leikur sem teldi í keppninni en sagan er að sjálfsögðu alltaf skrifuð af sigurvegurunum.lifið heil
Íþróttir | 21.3.2012 | 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
A.lið Jói,Jón,Óli,Viggi
B.lið Dabbi,Gunni,Jörgen,Hákon
Það vantaði tvo í kvöld og það að Jón og Viggi væru saman var ávísun á tíu að mati Tækklarans.Enda varð það raunin.Það tók hins vegar fjörtíu mínútur og það komu útúr því ansi mögnuð mörk.Gunni átti eina frábæra klínu upp í sammarann og aðra sem neitaði hreinlega að fara inn en var á sama stað.Og Tækklarinn átti mjög sjaldgæfa vel heppnaða vippu.Það skyggði smávegis á hana að fá eina yfir sig frá Dabba en þegar Jói kláraði eina líka þá tók hann gleði sína á ný.Atla og Haffa sem vantaði báða í kvöld og voru búnir að boða forföll í næsta tíma má gleðja með því að tíminn næsta þriðjudag fellur niður vegna árshátíðar nemenda.
Íþróttir | 7.3.2012 | 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 6.3.2012 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen
B.lið Atli,Haffi,Jói,Óli
Leikur kvöldsins var magnaður hnífjafn og endaði með sigri a.liðsins með einu marki.Tækklarinn
er í aukavinnu lengst fram á kvöld öll kvöld þessa dagana og er lítill tími í bloggið en vona að ég komist í þetta í kvöldÍþróttir | 6.3.2012 | 10:18 (breytt kl. 10:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 28.2.2012 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Haffi,Jón,Hákon
B.lið Dabbi,Gunni,Jói,Óli
Já Double og Dabbi fengu verðugt verkefni á meðan Jörgen er heima með brotið rifbein.Leikurinn byrjaði á sjö mínútna langri sókn hjá a.liðinu sem var reyndar rofin í nokkrar sekúndur með marki frá Óla.Eftir þetta skiptust liðin á að skora nokkur mörk.En síðan kom dapur kafli hjá Óla og félögum.Þeim var fyrirmunað að koma boltanum inn á meðan Haffi og Atli röðuðu inn mörkum.Á stuttum tíma komust þeir í átta mörk í plús og héldu menn að leikurinn væri að klárast.En Double og co. neituðu að gefast upp og komu inn nokkrum og sáu smá glætu.Síðan gekk það þannig góða stund að liðin skiptust á að skora tvö mörk eða svo.Á þessum tíma tók Tækklarinn upp á því að reyna utanfótarspyrnur í gríð og erg.Það er skemmst frá því að segja að engin þeirra tókst.En sem betur fer fyrir liðið hans þá setti Haffi nokkrar vippur í staðinn.Þegar um korter var eftir var staðan sex í plús fyrir a.menn og allt í einu fór allt að detta með þeim aftur og að sama skapi fór lukkan algjörlega úr liði b.manna og það var nóg til að Atli og félagar kláruðu með tíu mörkum fimm mínútum fyrir lok tímans.Þessir tveir kaflar þar sem lukkan var ekki með þeim b.mönnum var í raun það sem skildi liðin að í kvöld.Tækklarinn vill síðan þakka varamanninum fyrir vel unnin störf og nokkrar típískar Hákons hælspyrnur sem aldrei klikka.
Íþróttir | 21.2.2012 | 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 18.2.2012 | 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Gunni,Jón,Jörgen
B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Hákon
Enginn Óli í kvöld en kvöldið fór samt af stað með látum.Dabbi mætti með Jabbar gleraugu sem fóru honum þvílíkt vel.Hann þarf nú samt eitthvað að vinna í móðutækninni.Kannski hringja í Edgar Davids eða eitthvað svoleiðis.En eins og áður sagði þá var fljótlega mikið skorað í tímanum.Yfirleitt byrjuðu a.menn á að skora tvö og b.liðar jöfnuðu jafnharðan.Tækklaranum voru eitthvað mislagðar fæturnar og Haffi las hann eins og Harry Potter.Önnur hver sending endaði í löppunum á Haffa en sem betur fer fyrir a.menn þá náðu þeir flestum boltunum aftur.Það voru skoruð svo mörg mörk að meira að segja Jói skoraði tvö með skalla.Þegar tíminn var hálfnaður voru liðin enn að skiptast á að skora mörk í kippum en nú voru mörkin orðin þrjú hjá hvoru liði.Svo mikið var líka um mistök að leikurinn var farinn að minna Tækklarann á Probowl.En þegar um tuttugu mínútur voru eftir þá byrjaði Gunni að verja eins og enginn væri morgundagurinn og Atli setti hreinlega hvert einasta skot inn sem hann beindi að markinu.Munurinn jókst í takt við þetta Jói og félagar virtust bara springa á limminu.Þegar lítið var eftir voru a.menn komnir í níu mörk í plús og leikurinn endaði síðan með átta marka sigri.Skrítnasta atvik tímans var þegar Júgóvits negldi boltanum í okkar áskæra varamann og boltinn fór upp í rjáfur.Þá tók Júgóvits boltann og kastaði honum í hausinn á Hákoni og afsakaði þetta með því að hafa verið að taka innkast.Sem við að sjálfsögðu notum lappirnar í í þessum bolta.Skrítnir þessir júgóslavar.
Íþróttir | 14.2.2012 | 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar