Háspennutími

A.lið Gunni,Jói,Jón,Varði

Dabbi,Jörgen,Óli,Guðni

Loksins tími eftir langa bið og hvílíkur tími.Keyrslan byrjaði strax og menn byrjuðu að skora mörk í öllum regnbogans litum.Þrátt fyrir að b.liðið væri alltaf á undan að skora náðu þeir aldrei að stinga af og tíminn var jafn og skemmtilegur.Dabbi og Tækklarinn voru frekar mistækir til að byrja með en það rættist úr því.Óli var algjörlega í essinu sínu og skoraði allavega fjögur típísk "Ólamörk" þar sem boltinn hrökk af einhverju og í hann aftur og inn.Þegar um tuttugu mínútur voru eftir tóku a.liðar kipp og komust yfir í fyrsta skiptið og náðu meira að segja þriggja marka forystu.En með seiglu og smá heppni skoruðu Jörgen og co. næstu fimm mörk.Double og félagar náðu að jafna og hélst tíminn þannig allt þar til í blálokin að Guðni náði að skora sigurmarkið og tryggja b.liðinu dýrmætan sigur.Eftir tíma var ákveðið að reyna að taka smá skrens þann 17. nóvember og vil ég biðja menn um að taka daginn frá fyrir einhverja vitleysu.


5.Umferð mikið um sætaskipti

haust12_05.jpg

Og markatala Gunna leiðrétt


Hörkutími

A.lið Dabbi,Gunni,Jón,Guðni
B.lið Atli,Jói,Óli,Varði
Jörgen frá eina ferðina enn og hnéð á Guðna enn í lagi.Dabbi og hans menn byrjuðu að skora og voru á undan framan af en aldrei nema eitt og tvö mörk.Tækklarinn var í stuði á marklínunni og gerði Varða og co. erfitt fyrir.Hinu megin voru a.liðar frekar mistækir en það gerði að sjálfsögðu leikinn spennandi því b.liðar voru alltaf bara marki eða tveimur undir.Þegar lítið var eftir náðu svo Atli og félagar að jafna leikinn og upphófst æsispennandi lokakafli.Leikurinn endaði svo með tveggja marka sigri a.liðsins.Það voru ansi mörg flott mörk í leiknum og mikið af skotum sem enduðu í rammanum en skot kvöldsins var sennilega skot Dabba sem fór í slánna niður á línu og upp í slánna aftur.Menn voru ekki vissir hvort hann var inni eða ekki en kláraðist allavega sem mark.

4.Umferð Fyrsta tían

haust12_04.jpg

Gunni tekur stökk út á markatöluna


Fyrsta fulla mætingin

A.lið Gunnar,Jón,Óli,Varði
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Jörgen

Já ótrúlegt en satt þá er fimmti tíminn fyrsti tíminn sem full mæting er í boltann.Enn á eftir að ræða í hópnum refsinguna sem bræðurnir eiga skylda fyrir að mæta ekki og láta ekki vita fyrir hálfum mánuði.Það er að sjálfsögðu geymt en ekki gleymt.En að bolta kvöldsins.Dabbi var eitthvað slappur sagði hann og munar um minna.Það sást líka á boltanum því a.liðið byrjaði með fimm mörkum og fyrsta mark þeirra b.manna var sjálfsmark frá Varða.Tíminn var ekki hálfnaður þegar staðan var orðin níu mörk í plús fyrir Óla og félaga.Þar rákust þeir reyndar á þröskuld og eins og fyrr í haust náðist staðan niður í fjóra og að mig minnir meira að segja þrjá.Mörkin hjá þeim b.mönnum komu flest utanaf velli en a.liðar voru meira að prjóna sig í gegn og skora í bakið á andstæðingunum.En lítið púst hjá Dabba og annað almennt slen varð til þess að Varði og co. fóru aftur að auka forskotið og því fór svo að í blálokin þá náðu þeir að komast í fyrstu tíu kvöldsins.


3.Umferð Double Double

A.lið Atli,Gunni,Jói,Jón

B.lið Óli,Varði,Guðni,Haffi

Já tvíburarnir og sköllóttu brimborgarbræðurnir öttu kappi við Óla Varða og tvo geysisterka varamenn og í stuttu máli þá áttu þer ekki séns.Varagengið komst þrisvar í níu marka mun en Double Double neituðu reyndar að gefast upp og komust einu sinni niður í fjögur en leikurinn endaði síðan með sex marka sigri Óla og co.

haust12_03.jpg


2.Umferð Ágætis spenna

A.lið Dabbi,Jói,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Gunni,Óli,Varði

Já þessi leikur var nokkuð jafn og skemmtilegur

haust12_02.jpg


1.Umferð. Og boltinn byrjar að rúlla

A.lið Atli,Dabbi,Jón,Óli,Gummi

B.lið Hái,Jói,Jörgen,Haffi,Guðni

Frábær tíu manna bolti sem A.liðið vann í restina með 7 mörkum

haust12_01.jpg


17.Umferð Lokastaða

vor12_17.jpg

Frábær og jafn lokatími

A.lið Gunni,Jón,Óli,Hákon

Atli,Dabbi,Haffi,Jói

Boltinn byrjaði á neglu frá Dabba upp í vinkilinn nær og með því hófst frábær hvellur sem allir höfðu gaman af held ég.Jafnt var á flestum tölum og mikið skorað.Flestir fóru á kostum nema kannski Haffi og Tækklarinn.Atli og félagar voru á undan í skorinu en náðu ekki að slíta sig frá Gunna og félögum.Þegar téður Gunni fór í markið breyttist leikur a.manna til muna og þeir fóru að verja meira og stela einum og einum bolta.Við þetta jafnaðist leikurinn enn meir og nú var jafnt á nánast öllum tölum.Ekki verður hjá því komist að minnast á flottasta mark kvöldsins þegar Jói náði vippu af löngu færi en samt með góðum vinkli yfir bróðir sinn sem reyndi eins mikið og hægt var að hoppa upp í boltann en hann fór rétt yfir hann og rétt undir slánna.Algjör snilld.Þegar komið var að lokum tímans komst a.liðið einu yfir með fáránlegu marki frá Tækklaranum en seinkun á opnun hurðarinnar bjargaði b.liðum og meira að segja voru þeir í ákjósanlegu færi til að klára leikinn þegar hurðin opnaðist og sanngjarnt jafntefli varð staðreyndin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband