A.lið Atli,Jó,Jón,Hákon
B.lið Dabbi,Guðni,Óli,Varði
Það var sannarlega magnaður bolti sem spilaður var í kvöld.Reyndar var skorið frekar lágt og var bara búið að skora tvö mörk á fyrsta korterinu en það sagði meira um góða vörn en lélega sókn.Og það varð síðan þema kvöldsins.Um miðjan tíma var staðan ennþá jöfn en a.menn voru reyndar alltaf á undan að skora.Jói og varði stóðu að mestu á milli stanganna og tóku þeir hverja negluna á fætur annari og hreinlega átu þær.En þá tóku a.liðar smá kipp og komust í fimm marka forustu á stuttum tíma.Einhver heppnisstimpill var á sumum markanna og kannski ekki innistæða fyrir þessum mun.Þegar hér var komið þá voru fimmtán mínútur eftir af tímanum.Það sem eftir lifði söxuðu b.menn á forskotið jafnt og þétt.Það voru tvær mínútur eftir þegar þeir náðu að jafna og nú greip um sig mikil spenna.Ýmislegt var reynt þessar tvær mínútur en allt kom fyrir ekki og liðin skildu því jöfn að lokum.Það sem stóð upp úr í lokin var líklega meistaramarkvörslur Jóa og svo komu nokkur góð skot frá Varða og það sérstaklega í lokin.En klúður kvöldsins átti Dabbi síðan skuldlaust.Hann náði á skemmtilegan hátt að klúðra fyrir opnu marki svona cirka 30 cm. frá línunni alveg magnað.
Íþróttir | 27.11.2012 | 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
A.lið Atli,Jói,Jón,Óli
B.lið Dabbi,Guðni,Gunni,Varði
Stuttu nöfnin á móti lengri eða Brimborg og Jói á móti Koeman bræðrunum og Gunna..Leikurinn byrjaði frekar rólega og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir níu mínútur og var b.liði þar að verki en a.menn svöruðu eftir nokkrar sekúndur.Varnirnar héldu áfram að standa sig og fekar lítið var skorað fram yfir miðjan tímann.Einnig var leikurinn jafn og skemmtilegur.Eftir að Tækklarinn missti sig og húðskammaði Jóa fyrir mark sem fór af veggnum og í Jóa og inn fór hann sjálfur í markið.Það kom að sjálfsögðu beinlínis í bakið á honum þegar boltinn hrökk af slánni í bakið á Tækklaranum og inn.Vonandi lærir hann af þessu karlinn.En hinsvegar þá steig Jói upp og setti tvö ansi skemmtileg mörk í röð og Atli fylgdi eftir með tveimur líka og allt í einu voru þeir Brimborgarar komnir með fjögurra marka forskot.Þetta reyndu b.liðar að hrista af sér en allt kom fyrir ekki Það var sama þótt Koeman setti í gírinn og vippaði yfir Jóa og klobbaði hann líka þá voru Óli og co komnir með undirtökin og létu ekki slá sig út af laginu.Þeir bættu frekar í og náðu að komast sex mörkum yfir.Vörnin virkaði betur og Atli var í essinu sínu í að stela boltum og trufla sóknarleikinn hjá Varða og hans mönnum.Leikmenn a.liðsins náðu síðan að klára leikinn vandræðalaust meðð fimm marka mun.
Íþróttir | 20.11.2012 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 20.11.2012 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Gunni,Guðni,Jón
B.lið Dabbi,Jói,Óli,Varði
Já Jörgen er víst búinn að slíta öll liðbönd í ökklanum og verður ekki með í einhvern tíma og kemur Guðni til með að leysa hann af þar til hann kemur til baka.Liðin voru nákvæmlega eins fyrir utan að Guðni kom í staðinn fyrir Jörgen og bjóst Tækklarinn við að tíminn yrði svipaður og síðast.En með því að eiga einn versta dag í sinni spilamennsku þá náðist að gera tímann mun meira spennandi en síðast.Leikurinn byrjaði svipað og síðast frekar jafn og var frekar mikið skorað.Þegar tíminn var hálfnaður var staðan jöfn eins og síðast.Eins og þá þá fengu b.liðar allt í einu á sig fimm mörk á stuttum tíma og flest komu þau í bakið á þeim eftir mistök.Atli var heitur og skoraði helling af mörkum og meðal annara komu þrjú sem voru klárlega sendingar.Og tvö af þeim enduðu sem vippumörk.Tækklarinn fékk líka á sig vippu frá Jóa en það var að sjálfsögðu engin sending.Tækklarinn og Óli skiptust líka á að klikka á færum þar sem enginn var í markinu en það núllaðist að mestu út.Þrátt fyrir töluverðar tilraunir til að klára leikinn þá var klárt að b.liðar voru ekki á þeim buxunum að tapa með tíu mörkum aftur en að sama skapi voru þeir aldrei nálægt því að nálgast núllið og leikurinn endaði með sanngjörnum sex marka sigri Gunna og félaga.
Íþróttir | 13.11.2012 | 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 13.11.2012 | 13:34 (breytt kl. 13:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Gunni,Jón,Jörgen
B.lið Dabbi,Jói,Óli,Varði
Tækklarinn að kúka á sig í blogginu en leikurinn var líka þannig svona frekar ójafnt og það tók A.menn reyndar lengri tíma en undirritaður bjóst við að vinna þetta með tíu mörkum.Það hélst jafnt eitthvað frameftir tíma en síðan fóru a.liðar að skora mikið í bakið á Dabba og co. og þá var ekki aftur snúið.
Íþróttir | 13.11.2012 | 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 6.11.2012 | 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli
Það er alveg magnað hversu léleg mætingin hefur verið þetta haustið.Mér telst til að mætingin sé 86% sem þykir ansi lélegt í þessum hóp.En að bolta kvöldsins.Tíminn byrjaði fjörlega og strax var mikið skorað.Liðin skiptu skorinu á milli sín afar bróðurlega og var staðan jöfn eftir fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar.Þá tóku a.liðar léttan kipp og komust á skömmum tíma í fjögur yfir.Atli og co náðu að stoppa þá blæðingu í smá tíma en aftur kom góður sprettur hjá Jörgen og hans mönnum og staðan allt í einu orðin átta mörk í plús og korter eftir.Óli og félagar voru samt að skora á þessu tímabili og fékk Tækklarinn bæði á sig klobba og vippu og Koeman náði að sjálfsögðu einni vippu líka.En í þessari stöðu sagði Dabbi við félaga sína að þeir þyrftu að fara að skora meira og koma stöðunni í sex,fimm,fjögur,þrjú,tvö og eitt mark og það var eins og við manninn mælt að þeir félagar byrjuðu að saxa á forskotið og voru snöggir niður í fjögra marka mun.Þar náðu a.liðar að stoppa þá og tíminn rann út hjá b.mönnum.
Íþróttir | 30.10.2012 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar