Fyrsta tían staðreynd

A.lið  Atli,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Dabbi,Gunni,Jói,Varði

Já allir bræðurnir saman í liði á móti Brimborg og Jörgen.Tíminn fór líflega af stað og skiptust liðin á að skora og voru mörkin ekki af verri endanum.Bæði neglur utanaf velli og flott einnar snertingar spil alla leið í markið.Þegar korter var búið tóku b.liðar sig til og komust á næstu fimm mínútum í fjagra marka forystu.Jörgen og co. breyttu þá uppstillingunni á liði sínu Óli fór í markið og Jón fremst á miðjuna.Við þetta breyttist leikurinn dramatískt og það á stuttum tíma.Atli og félagar skoruðu næstu fimmtán mörk !!! og voru þá komnir í níu í plús.Doublu og co. skoruðu þá eitt en a.menn svöruðu með tveimur og kláruðu leikinn.Tilþrif í tímanum voru mögnuð.Jói að ég held klíndi einum í sammarann af löngu færi.En Jörgen var heitur í þessum tíma hann átti eina vippu og tvö skot (yfir sitthvorn tvíburann) sem smullu í slánni og beint niður og bæði fóru þau í hælinn á Double og inn.Alveg hreint magnað.Einnig fékk Dabbi sendingu metra frá marki og ætlaði að skrúfa boltann inn.Honum tókst að skrúfa boltann en lengst yfir markið.Það kom hins vegar ekki að sök því þetta var þessi fína sending á hann sjálfann sem hann náði og skoraði svo úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband