A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón
B.lið Jói,Jörgen,Óli,Varði
Jæja þá er fimmtánda eða eitthvað tímabilið hafið.Fyrsti tíminn var eins og oft áður ekki mjög áferðarfallegur né hraður.Greinilegt að fleiri en Tækklarinn hafa ástundað æfingar með bjór í hönd meira en boltatækni og hlaup í sumar.En svona er þetta bara og ekki sér Tækklarinn eftir einum einasta bjór í sumar.En að tímanum.Hann fór eins og áður sagði rólega af stað en a.liðar voru fyrri til að skora og héldu naumri forystu framan af.Dabbi stoppaði leikinn eftir sjö mínútur og tilkynnti að hann væri að snerta boltann í fyrsta skipti.Ekki þannig að við höfum verið að skilja útundan eða neitt svoleiðis.Einelti er ekki stundað í þessum tímum.Atli og co juku forystuna jafnt og þétt og voru komnir í sex mörk í plús þegar tuttugu mínútur voru eftir.En þá tóku b.menn sig til og fóru að saxa á forskotið og það jafnt og þétt.Þegar fjórar mínútur voru eftir náðu þeir að jafna og komust síðan einu yfir.Upphófust nú ansi spennandi lokamínútur og var ekki laust við titring í báðum herbúðum.Dabbi og hans menn náðu að jafna og svo var barátta alveg fram að opnun hurðar um að skora síðasta markið en það kom ekki og liðin skildu því jöfn í fyrsta leik og tímabilið byrjar því með spennu og látum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha! Á ekkert að minnast á tvöfalda klobbann!
Óli (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.