Vippur og klobbar

A.lið Gunni,Jói,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Dabbi,Óli,Hákon

Nokkuð jöfn lið á pappírunum og leikurinn byrjaði nokkuð jafn en samt voru a.liðar alltaf á undan. Reyndar voru nánast allir sem teljast markmenn í a.liðinu og virtist það há þeim b.mönnum svolítið. Koeman kom og kíkti á fyrri hlutann og það er eins og við manninn mælt frændur hans byrjuðu að vippa og náðu sitthvorri vippunni að ég held og önnur sérstaklega flott alveg frá miðlínu og sleikti slánna á niðurleiðinni.Einnig var Óli klobbaður oftar en einu sinni og þar sem hann var aftast mestallann tímann þá voru "Ólamörkin" í hans eigið mark.Þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir var staðan fimm í plús fyrir Jörgen og co og Óli bað um vatnspásu.Strax eftir hana skoruðu þeir tvö eða þrjú mörk og ekki laust við að það hafi farið smá hrollur um Tækklarann.Getumunurinn á liðunum var nefnilega ekki mikill en a.liðar voru kannsk aðeins betri í vörninni og höfðu heppnina með sér líka.En eins og við vitum allir getur hún skipt um lið þegar hún vill.Á því hafði hún hinsvegar engann áhuga þetta kvöldið því Double og co byrjuðu að raða inn mörkum og komust mest í átta marka mun en leikurinn endaði með sjö marka sigri þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband