JóJó tími

A.lið Jón,Óli,Guðni,Hákon

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jói

Já tími kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur.Skorunin byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir tólf mínútur.Þá komust a.liðar í þriggja marka forystu sem b.menn náðu fljótlega niður í núll.Eitthvað voru stangirnar fyrir Double og Dabba og Guðni og co. fóru í fjögurra marka mun fljótlega.Þetta náðist að jafna með því að Dabbi fór að setja boltann í slánna og inn.Þegar tíminn var rúmlega hálfnaður keyrðu Óli og co. upp hraðann og komust í sex marka forustu.Þetta héldu þeir greinilega að væri nóg en Atli var ekki á þeirri skoðun.Hann skoraði næstu fjögur mörk og síðan bættust tvö við og skyndilega voru b.liðar búnir að jafna og í kringum fimm mínútur eftir.Allt í einu hlaupin mikil spenna í leikinn.Guðni skoraði fljótlega eitt og liðin skiptust á að vera með boltann þar til í lokin að a.menn skoruðu annað og leikurinn endaði með tveggja marka sigri þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband