A.lið Jói,Jón,Jörgen,Hákon
B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli
Tíminn byrjaði með marki úr fyrsta skoti og svari hinumegin jafnharðan.Þetta gaf tóninn fyrir tímann því mikið var skorað og oftast á víxl.Dabbi og félagar voru með forystu framan af en hún varð aldrei meiri en tvö mörk.Þeir a.liðar voru ágætir í vörn en voru að missa boltann klaufalega frá sér í sókninni.Atli átti tilþrif leiksins snemma þegar hann setti boltann í endavegginn og í Jóa fékk hann aftur og hamraði aftur í vegginn þaðan fór boltinn aftur í Jóa og inn.En ekki má gleyma snilldar vippu Hákons yfir Gunna sem reyndar slengdi hendinni í boltann til að skemma fyrir en klár vippa þar á ferð.Þegar tuttugu mínútur voru eftir var jafnt og Atli tók vatnspásu.Það var eins og Jói og félagar hefðu náð að ratta sig eitthvað saman því þeir skoruðu þrjú í röð strax á eftir.Óli sem ekki var á skotskónum og munar um minna og Atli reyndu þá að pressa og náðu að stressa a.liða ansi vel og koma muninum í eitt mark á stuttum tíma.En það dugði ekki alveg og Jörgen og hans menn skoruðu síðustu tvö mörkin og jafn og skemmtilegur leikur endaði með þriggja marka sigri þeirra.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.