Hörkutími og hnífjafnt

A.lið Jói,Jón,Jörgen,Hákon

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli

Tíminn byrjaði með marki úr fyrsta skoti og svari hinumegin jafnharðan.Þetta gaf tóninn fyrir tímann því mikið var skorað og oftast á víxl.Dabbi og félagar voru með forystu framan af en hún varð aldrei meiri en tvö mörk.Þeir a.liðar voru ágætir í vörn en voru að missa boltann klaufalega frá sér í sókninni.Atli átti tilþrif leiksins snemma þegar hann setti boltann í endavegginn og í Jóa fékk hann aftur og hamraði aftur í vegginn þaðan fór boltinn aftur í Jóa og inn.En ekki má gleyma snilldar vippu Hákons yfir Gunna sem reyndar slengdi hendinni í boltann til að skemma fyrir en klár vippa þar á ferð.Þegar tuttugu mínútur voru eftir var jafnt og Atli tók vatnspásu.Það var eins og Jói og félagar hefðu náð að ratta sig eitthvað saman því þeir skoruðu þrjú í röð strax á eftir.Óli sem ekki var á skotskónum og munar um minna og Atli reyndu þá að pressa og náðu að stressa a.liða ansi vel og koma muninum í eitt mark á stuttum tíma.En það dugði ekki alveg og Jörgen og hans menn skoruðu síðustu tvö mörkin og jafn og skemmtilegur leikur endaði með þriggja marka sigri þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband