Mögnuð spenna

A.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Jói,Óli,Viggi

Koeman var kominn til að horfa á og að sjálfsögðu skallavippaði Gunni yfir bróður sinn.Jörgen og félagar byrjuðu aðeins betur og voru yfir þetta 2-3 mörk framanaf.Á þessum tíma skoruðu þeir samt líka tvö algjörlega óþörf sjálfsmörk.Við erum ekki að tala um að boltinn hafi hrokkið í þá Jörgen og Dabba heldur sendu þeir sitthvorn boltann í opið eigið mark.Tækklarinn gat ekki annað en hugsað um mafíuna í Singapúr þegar hann sá seinna atvikið.Og þessi mörk áttu eftir að draga dilk á eftir sér.Það var frekar lítið skorað og leikurinn allan tímann jafn og skemmtilegur.En þegar um fimmtán mínútur voru eftir náðu Atli og co. að jafna og svo að komast einu yfir.Upphófst nú æsispennandi lokakafli þar sem afdrifarík mistök og klúður a.liða varð til þess að b.menn komust yfir og það tveimur mörkum og áttu Tækklarinn og co. ekkert svar við því og leikurinn endaði með þessum tveggja sjálfsmarka mun sem áður var talað um.Þess má geta að auðvitað eru úrslitin í klukkutíma fótboltaleik eins og þessum þar sem skoruð eru 30-40 mörk aldrei einhverjum einstökum mörkum að kenna og að undirritaður tekur alveg sömu ábyrgð á þessu tapi og aðrir í liðinu og ef að keppnisskapið hefur farið í taugarnar á einhverjum biðst ég jafnframt afsökunar á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband