Undarlegur tími

A.lið Atli,Dabbi,Jón,Jörgen

Gunni,Jói,Óli,Varði

Eins magnað og það er drógust Double saman enn eina ferðina og Óli með þeim.Atla var reyndar skipt út fyrir Varða sem mætti helbollaður og klár í slaginn.Enda byrjaði hann tímann á að stela boltanum af bróður sínum og rúlla honum inn.Tíminn byrjaði samt frekar rólega en það átti eftir að breytast. Tækklarinn og félagar komust fljótlega tveimur mörkum yfir og héldu því framan af.Double voru í miklu stuði og vippuðu báðir yfir Tækklarann annað reyndar hálfvippa en samt nóg til að hann var helvíti fúll.Reyndar var hann ekki að verja mikið og virtist ekki vita hvar stangirnar voru til að byrja með allavega því það voru ófáir boltarnir sem fóru inn á nærstönginni hjá honum.Þegar tíminn var rúmlega hálfnaður tóku Atli og co. á sig rögg og komust í fimm marka mun á stuttum tíma.Eitthvað dóluðu þeir þar en allt í einu byrjaði góð syrpa af "Ólamörkum" og á svipstundu voru Varði og félagar búnir að skora sex mörk og komnir einu marki yfir.Á þessum tíma gekk ekkert sem a.liðar gerðu og var ekki laust við að smá panikk hlypi í liðið.En þeir náðu síðan að taka sig saman í andlitinu og röðuðu inn mörkum í lokin og enduðu með að vinna leikinn með fimm marka mun.Algjör rússíbanareið þarna í lokin.Það verður ekki hjá því komist að minnast á þátt Óla í þessum leik sem skoraði úr hvaða færi sem var nema náttúrulega opnu færunum því ég held að hann hafi klikkað á þremur slíkum magnaður drengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband