A.lið Gunni,Jón,Óli,Varði
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Jörgen
Þar sem við erum óheppnir með dagatalið þennan veturinn þá var síðasti tíminn í kvöld og fyrsti tíminn verður ekki fyrr en 8.janúar.Tími kvöldsins fór gríðarlega vel af stað fyrir Dabba og félaga.Það var ekki laust við að aulahrollurinn sem fylgir metinu fræga 11-1 hafi hrýslast um Tækklarann þegar þeir b.liðar voru komnir í 6-1 að mig minnir.En sem betur fer þá byrjuðu Óli og co. að skora og þar var Óli í sérflokki.Samt var staðan 5 í plús fyrir Atla og félaga þegar tíminn var hálfnaður og átti eftir að fara í sex marka mun.Þegar hér var komið sögu þá breyttu a.menn uppstillingunni á liðinu eina ferðina enn og allt í einu hrökk allt í gírinn hjá þeim.Gunni fór í markið og Tækklarinn á miðjuna og það var eins og við manninn mælt þeir byrjuðu að saxa á forskot b.liðsins.Hægt og bítandi náðu þeir að jafna og síðan að komast yfir.Einhver þreyta var kominn í Jörgen og félaga og mörkin hjá Óla virtust koma á færibandi og hann fékk meira að segja boltann aftur nokkru sinnum og skoraði svo.Á endanum stóðu svo a.menn uppi sem sigurvegarar og unnu leikinn með sex marka mun.tólf marka sveifla er eiginlega bara svolítið merkileg á ekki lengri tíma verð ég að segja.Einhverjar hræringar verða á töflunni við þetta og vonast Tækklarinn til að geta hent upp lokastöðu á morgun.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.