Mikil spenna og dramatík

A.lið Atli,Jó,Jón,Hákon

B.lið Dabbi,Guðni,Óli,Varði

Það var sannarlega magnaður bolti sem spilaður var í kvöld.Reyndar var skorið frekar lágt og var bara búið að skora tvö mörk á fyrsta korterinu en það sagði meira um góða vörn en lélega sókn.Og það varð síðan þema kvöldsins.Um miðjan tíma var staðan ennþá jöfn en a.menn voru reyndar alltaf á undan að skora.Jói og varði stóðu að mestu á milli stanganna og tóku þeir hverja negluna á fætur annari og hreinlega átu þær.En þá tóku a.liðar smá kipp og komust í fimm marka forustu á stuttum tíma.Einhver heppnisstimpill var á sumum markanna og kannski ekki innistæða fyrir þessum mun.Þegar hér var komið þá voru fimmtán mínútur eftir af tímanum.Það sem eftir lifði söxuðu b.menn á forskotið jafnt og þétt.Það voru tvær mínútur eftir þegar þeir náðu að jafna og nú greip um sig mikil spenna.Ýmislegt var reynt þessar tvær mínútur en allt kom fyrir ekki og liðin skildu því jöfn að lokum.Það sem stóð upp úr í lokin var líklega meistaramarkvörslur Jóa og svo komu nokkur góð skot frá Varða og það sérstaklega í lokin.En klúður kvöldsins átti Dabbi síðan skuldlaust.Hann náði á skemmtilegan hátt að klúðra fyrir opnu marki svona cirka 30 cm. frá línunni alveg magnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábær tími og ekki fráþví að er frekar svekktur að ná ekki í sigur þegar manni gengur persónulega vel í tímanum. Frábær spennandi tími. Eru bakara bræður búnir að spila 4 tíma í röð saman. Ég sagði við Gunnar bróðir: no gunnar no party. Hann var frekar ánægður með þessa seria A tilvísun ( Totti).

SERIA A (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 00:03

2 identicon

Rétt hjá Jóa, hörkutími. Ég hélt að við næðum að klára leikinn en sennilega var jafntefli sanngjarnt. Jói bjargaði A liðinu frá tapi........

koeman (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband