Koeman kominn aftur

A.lið Atli,Jói,Jón,Óli
B.lið Dabbi,Guðni,Gunni,Varði

Stuttu nöfnin á móti lengri eða Brimborg og Jói á móti Koeman bræðrunum og Gunna..Leikurinn byrjaði frekar rólega og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir níu mínútur og var b.liði þar að verki en a.menn svöruðu eftir nokkrar sekúndur.Varnirnar héldu áfram að standa sig og fekar lítið var skorað fram yfir miðjan tímann.Einnig var leikurinn jafn og skemmtilegur.Eftir að Tækklarinn missti sig og húðskammaði Jóa fyrir mark sem fór af veggnum og í Jóa og inn fór hann sjálfur í markið.Það kom að sjálfsögðu beinlínis í bakið á honum þegar boltinn hrökk af slánni í bakið á Tækklaranum og inn.Vonandi lærir hann af þessu karlinn.En hinsvegar þá steig Jói upp og setti tvö ansi skemmtileg mörk í röð og Atli fylgdi eftir með tveimur líka og allt í einu voru þeir Brimborgarar komnir með fjögurra marka forskot.Þetta reyndu b.liðar að hrista af sér en allt kom fyrir ekki Það var sama þótt Koeman setti í gírinn og vippaði yfir Jóa og klobbaði hann líka þá voru Óli og co komnir með undirtökin og létu ekki slá sig út af laginu.Þeir bættu frekar í og náðu að komast sex mörkum yfir.Vörnin virkaði betur og Atli var í essinu sínu í að stela boltum og trufla sóknarleikinn hjá Varða og hans mönnum.Leikmenn a.liðsins náðu síðan að klára leikinn vandræðalaust meðð fimm marka mun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband