Enn vantar mann

A.lið Jói,Jón,Jörgen,Guðni
B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Óli
Það er alveg magnað hversu léleg mætingin hefur verið þetta haustið.Mér telst til að mætingin sé 86% sem þykir ansi lélegt í þessum hóp.En að bolta kvöldsins.Tíminn byrjaði fjörlega og strax var mikið skorað.Liðin skiptu skorinu á milli sín afar bróðurlega og var staðan jöfn eftir fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar.Þá tóku a.liðar léttan kipp og komust á skömmum tíma í fjögur yfir.Atli og co náðu að stoppa þá blæðingu í smá tíma en aftur kom góður sprettur hjá Jörgen og hans mönnum og staðan allt í einu orðin átta mörk í plús og korter eftir.Óli og félagar voru samt að skora á þessu tímabili og fékk Tækklarinn bæði á sig klobba og vippu og Koeman náði að sjálfsögðu einni vippu líka.En í þessari stöðu sagði Dabbi við félaga sína að þeir þyrftu að fara að skora meira og koma stöðunni í sex,fimm,fjögur,þrjú,tvö og eitt mark og það var eins og við manninn mælt að þeir félagar byrjuðu að saxa á forskotið og voru snöggir niður í fjögra marka mun.Þar náðu a.liðar að stoppa þá og tíminn rann út hjá b.mönnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband