Fúsi með að nýju

A.lið Haffi,Jói,Jón,Fúsi

B.lið Dabbi,Gunni,Jörgen,Óli

Tækklaranum fannst skiptingin frekar sér í hag og þrátt fyrir yfirlýsingar gamla mannsins um eigið þrekleysi var Tækklarinn nokkuð sigurviss.Og ekki dofnaði mikið í vissu hans þegar hann náði vippu í fyrsta marki og tvöföldum klobba í næsta.Fúsólfur kvartaði reyndar yfir þolleysi en samt náði hann að skora flest mörkin sem fleyttu a.liðinu í tíu marka sigur á innan við hálftíma.Félagarnir í b.liðinu voru algjörlega heillum horfnir í leiknum.

Ákveðið var að freysta gæfunnar og skipta aftur.

A.lið. Gunni,Jói,Jón,Fúsi

B.lið Dabbi,Haffi,Jörgen,Óli

Þegar skipt var á Haffa og Gunna  sem var staðan sem upp kom eftir fyrri leikinn þá bjuggust menn við að leikurinn jafnaðist og það kom á daginn.Þarna virtist kominn upp sú staða að Fúsi og félagar byrjuðu að klikka á einu og einu skoti og Dabbi og hans menn fengu smá heppni með sér.En það stóð ekki lengi.Tankurinn hjá Gamla var ekki eins búinn og hann vildi vera láta.Þeir b.félagar börðust reyndar fyrir hverjum bolta út tímann en lukkan var langt frá þeim allan leikinn.Skotin sem þeir áttu í rammann voru reyndar óteljandi en inn vildi boltinn ekki nema stöku sinnum.Og þeir a.liðar slógu ekki slöku við og innbirtu tveggja marka sigur í lok tímans.Tækklarinn vill árétta að það var ekki hann sem barðist fyrir að spilaður yrði annar leikur sem teldi í keppninni en sagan er að sjálfsögðu alltaf skrifuð af sigurvegurunum.lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það rétt að er ég kominn í 4 sæti á markamun. Við bræðurnir erum ekki vanir að vinna þegar við erum í sama liði og því var þetta frekar ánægjulegt.

SERIA A (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband