Þungir á móti rest

A.lið Atli,Haffi,Jón,Hákon

B.lið Dabbi,Gunni,Jói,Óli

Já Double og Dabbi fengu verðugt verkefni á meðan Jörgen er heima með brotið rifbein.Leikurinn byrjaði á sjö mínútna langri sókn hjá a.liðinu sem var reyndar rofin í nokkrar sekúndur með marki frá Óla.Eftir þetta skiptust liðin á að skora nokkur mörk.En síðan kom dapur kafli hjá Óla og félögum.Þeim var fyrirmunað að koma boltanum inn á meðan Haffi og Atli röðuðu inn mörkum.Á stuttum tíma komust þeir í átta mörk í plús og héldu menn að leikurinn væri að klárast.En Double og co. neituðu að gefast upp og komu inn nokkrum og sáu smá glætu.Síðan gekk það þannig góða stund að liðin skiptust á að skora tvö mörk eða svo.Á þessum tíma tók Tækklarinn upp á því að reyna utanfótarspyrnur í gríð og erg.Það er skemmst frá því að segja að engin þeirra tókst.En sem betur fer fyrir liðið hans þá setti Haffi nokkrar vippur í staðinn.Þegar um korter var eftir var staðan sex í plús fyrir a.menn og allt í einu fór allt að detta með þeim aftur og að sama skapi fór lukkan algjörlega úr liði b.manna og það var nóg til að Atli og félagar kláruðu með tíu mörkum fimm mínútum fyrir lok tímans.Þessir tveir kaflar þar sem lukkan var ekki með þeim b.mönnum var í raun það sem skildi liðin að í kvöld.Tækklarinn vill síðan þakka varamanninum fyrir vel unnin störf og nokkrar típískar Hákons hælspyrnur sem aldrei klikka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband