Leikur misstu boltanna

A.lið Atli,Gunni,Jón,Jörgen

B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Hákon

Enginn Óli í kvöld en kvöldið fór samt af stað með látum.Dabbi mætti með Jabbar gleraugu sem fóru honum þvílíkt vel.Hann þarf nú samt eitthvað að vinna í móðutækninni.Kannski hringja í Edgar Davids eða eitthvað svoleiðis.En eins og áður sagði þá var fljótlega mikið skorað í tímanum.Yfirleitt byrjuðu a.menn á að skora tvö og b.liðar jöfnuðu jafnharðan.Tækklaranum voru eitthvað mislagðar fæturnar og Haffi las hann eins og Harry Potter.Önnur hver sending endaði í löppunum á Haffa en sem betur fer fyrir a.menn þá náðu þeir flestum boltunum aftur.Það voru skoruð svo mörg mörk að meira að segja Jói skoraði tvö með skalla.Þegar tíminn var hálfnaður voru liðin enn að skiptast á að skora mörk í kippum en nú voru mörkin orðin þrjú hjá hvoru liði.Svo mikið var líka um mistök að leikurinn var farinn að minna Tækklarann á Probowl.En þegar um tuttugu mínútur voru eftir þá byrjaði Gunni að verja eins og enginn væri morgundagurinn og Atli setti hreinlega hvert einasta skot inn sem hann beindi að markinu.Munurinn jókst í takt við þetta Jói og félagar virtust bara springa á limminu.Þegar lítið var eftir voru a.menn komnir í níu mörk í plús og leikurinn endaði síðan með átta marka sigri.Skrítnasta atvik tímans var þegar Júgóvits negldi boltanum í okkar áskæra varamann og boltinn fór upp í rjáfur.Þá tók Júgóvits boltann og kastaði honum í hausinn á Hákoni og afsakaði þetta með því að hafa verið að taka innkast.Sem við að sjálfsögðu notum lappirnar í í þessum bolta.Skrítnir þessir júgóslavar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenar ætlar Júgóvits að læra að taka einkast ég sé ennþá fyrir mér svipinn á andliti hans að drífa að taka einkastið.Besta var að hann gat ekki einu sinni kastað boltanum uppí loftið heldur kastaði honum beint í andlitið á Hákoni.Verst þótti mér að gömlu félagarnir voru ekki vitni að þessu.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 11:29

2 identicon

Ég sem hélt að menn ættu ekki til þessa illsku? Enn þá var þetta bara Júgóvits. Ég hélt eitt augnablik að hann væri hættur þessu. Ég mun hér með taka hart á júgóvits og beyta eitt af hans frægu brotum og það er að klípa menn þegar boltinn er ekki nálægt og viðurkenna ekki hendi þó að mér sé illt í hendinni eftir skot í hana. Ég lýsi yfir stríði. 

Seria A (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 12:48

3 identicon

Jamm, slæmt að missa af þessu, en ég mæti bara í kvöld og sýni ykkur hvernig á að spila fótbolta, alveg ljóst að þið kunnið það ekki.

Skorari (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband