Heljarinnarhörkutími

A.lið Dabbi,Haffi,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Gunni,Jói,Óli

Já menn hváðu yfir drættinum og sumir ákváðu úrslitin fyrirfram.Sem er alltaf hættulegt.Og það kom á daginn þegar b.liðar byrjuðu á að skora og héldu tveggja marka forystu lengi framan af.Vörnin hjá Haffa og co. var ömurleg og eina sem hélt þeim inn í leiknum var að vörnin hinumegin á vellinum var ekkert spes heldur.Þegar leikurinn var hálfnaður kom líka skellurinn fyrir a.liðið.Dabbi þurfti að drulla.og þá var það litla sjálfsálit sem a.liðið hafði farið eða hvað ? En um þetta leiti fóru þeir samt að saxa á forskotið og voru komnir tveimur yfir tíu mínútum seinna.Óli og Atli voru búnir að vera magnaðir að koma boltanum inn allt kvöldið en þegar lítið var eftir fór Óli í overdrive og setti bara allt inn og kláraði að jafna leikinn þegar mjög lítið var eftir og hefði með smá heppni getað stolið sigri í blálokin en náði því ekki og leikurinn endaði með jafntefli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband