Og svo næsti leikur

A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jói

Eins og sést á þessum færslum klikkaði Tækklarinn á að blogga um fyrsta tímann og koma því tvær töflur upp á morgun.En tíminn í kvöld byrjaði með látum og tveimur mörkum frá a.liðinu.Dabbi og hans menn svöruðu strax fyrir sig og komust einn yfir fljótlega.Mikið var skorað og voru b.liðar oftast á undan eftir þetta og héldu tveggja og þriggja marka forystu lengi vel.Engar voru vippurnar eins og síðast en mörkunum hreinlega rigndi inn hvort sem var innan úr boxi eða langskotum.Um miðbik leiks náðu Gunni og félagar að jafna en b.menn voru snöggir í tvo aftur.Þá skoruðu Óli og co þrjú í röð og komust yfir en misstu það líka frá sér.Þegar um tuttugu mínútur voru eftir gerðist tvennt.Gunni ákvað að hann þyrfti að lensa og Óli fór að sóla sjálfan sig í gríð og erg á kantinum.Þessi tvö trikk (og kannski það að Tækklarinn fór úr markinu) urðu til þess að Haffi og co. misstu einbeitinguna og a.liðar gengu á lagið.Þeir náðu algjörlega að loka á allt nema skotin frá Atla sem enduðu síðan öll í tréverkinu.Ef það var ekki nóg að það færi í stöng þá fóru þau í bæði slá og stöng.Rólega sigu a.liðar frammúr og komust í tvö í plús þegar rúmar fimm mín. voru eftir.Þá komu nokkrar sóknir þar sem ekkert var skorað en eftir að Gunni og félagar bættu við einu náði Haffi að troða inn einum bolta og leikurinn endaði með tveggja marka sigri Jörgens og hans manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband