Lokaleikur og úrslit ráðast

A.lið Jói,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Haffi

Það er ekki laust við að það hafi verið spenna í loftinu fyrir lokaumferðina.Áhorfendurnir okkar Gummi og Guðni mættir til að fylgjast með og þegar ofaná það bættist að ákveðið hafði verið að slútta með smá Jólabjórsmökkun þá var Tækklarinn alveg að fara á límingunum.Sex tegundir af jólabjór sem bíða eftir smökkun er eins og tíu ára krakki þurfi að bíða eftir jólunum sjálfum.En að boltanum leikurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að skora nokkur mörk.Atli og co. byrjuðu á þremur og síðan svöruðu a.menn með þremur og aftur fóru b.liðar yfir.Um miðjan tíma var enn allt í járnum en þá ákvað Tækklarinn að bjóða uppá smá sýningu og setti eina vippu og náði einum tvöföldum klobba.Með þessu og að sjálfsögðu frábærum mörkum eftir gott spil frá Jóa var staðan allt í einu orðin átta mörk í plús fyrir þá og þeirra félaga.En með öflugu átaki breyttu Haffi og co stöðunni í þrjá á stuttri stundu.Mörkin í þeirri syrpu voru flest af sama toga og þegar a.menn breyttu uppstillingunni aðeins náðist að stöðva þann leka.Nú var hart barist því lítið var orðið eftir af tímanum.En það var sama hvað Dabbi og félagar reyndu þeir komust ekki nær og á endanum bættu Jörgen og co. við tveimur mörkum og leikurinn endaði því með fimm marka sigri þeirra.Enda hvernig á leikur að fara þegar Jörgen skorar tvö með hægri og Óli skorar með skalla ég bara spyr.Jólabjórinn rann svo mjúklega niður nema olían sem einhver kom með tvær flöskur af hún var algjör viðbjóður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband