Stuð fjör og læti

A.lið Atli,Dabbi,Jói,Jón

Gunni,Haffi,Jörgen,Óli

Já það var heldur betur stuð í kvöld.Tíminn byrjaði strax með þokkalegu skori og voru Atli og co. á undan í því til að byrja með.Aldrei náðu þeir þó að slíta b.menn frá sér og komust Tækklarinn og félagar mest í þriggja marka forustu.Þegar um tuttugu mínútur voru búnar tóku Óli og hans menn hinsvegar til sinna ráða og byrjuðu að  saxa á forskotið og þegar tíminn var hálfnaður þá komust þeir yfir.ekki nóg með það þá byrjuðu þeir að hlaða á forskotið og komust í fimm marka forystu á næsta korteri.Eitthvað reyndu a.liðsmenn að klóra í bakkann og komust niður í tvö og voru með boltann.En gerðu þá klaufaleg mistök og staðan varð strax fjögur mörk aftur.Baráttan var jafn aðdáunarverð og mistökin voru skelfileg trekk í trekk.En ekki skal  tekið af Haffa og co. að þeir nýttu vel öll mistök sem a.liðar gerðu.Því fór svo að lokum að þeir unnu leikinn með þremur mörkum og voru vel að því komnir.Tækklarinn sem er jaxl getur samt ekki látið hjá líðast að minnast á meðferðina sem hann fékk í tímanum.Hann er með stokkbólgna stórutá á hægra fæti og það var stappað á henni við hvert tækifæri allavega fimm sinnum og svo fannst honum mjög vafasamt þegar Júgóvits fleygði sér í gólfið fyrir framan hann þegar hann var að missa kallinn framúr sér og vældi og emjaði.Típískur Júggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband