Næstum því rematch sem betur fer

A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón

B.lið Haffi,Jörgen,Óli,Hákon

Jói kallinn mætti ekki til að halda áfram sigurgöngunni og hljóp Hákon í skarðið eins og vanalega.Alltaf hægt að treysta á hann jafnvel þó hringt sé klukkan 17:10.Engin þynnka virtist sitja í  mönnum í þetta skiptið og byrjuðu menn að skora strax.Þar var að verki a.liðið og héldu þeir frumkvæði framan af.Aldrei voru b.liðar þó langt undan og munaði mest þremur mörkum í tímanum.Eftir um það bil tuttugu mínútur voru Atli og co einmitt með þriggja marka forystu og þá kom smá skellur.Jörgen náði vippu yfir Dabba og fljótlega annarri yfir öxlina á Atla og hans menn komust á skrið.Komust frammúr og var völlur á þeim.Það hafði nú kannski meira með varnarbreytingar að gera hjá þeim en beinlínis vippurnar.En sem sagt þegar tíminn var rúmlega hálfnaður var staðan tvö mörk þeim í vil.Ekki gáfust a.menn upp og upphófst nú æsispennadi tími þar sem liðin skiptust á að vera yfir.Og þegar um átta mínútur voru eftir voru Óli og hans menn tveimur yfir.Þá fengu þeir þrjú mörk í bakið á stuttum tíma og panikkuðu eitthvað og Tækklarinn og félagar nýttu sér það og skoruðu tvö í viðbót og héldu síðan boltanum síðustu tvær mínúturnar við lítinn fögnuð Haffa og hans manna.Leikurinn endaði semsagt með þriggja marka sigri a.liðsins og var hefndin fyrir KR leikinn sæt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband