Þynnkuleikurin mikli

A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón

B.lið Haffi,Jói,Jörgen,Óli

Af því ég sit núna og skrifa þetta með Tuborg Julebryg þá er mesta reiðin horfin.En fyrir nokkrum klukkutímum síðan tók undirritaður þátt í leiðinlegasta fótboltaleik sem hann hefur spilað.Tíminn byrjaði ömurlega hægt og rólega og fyrsta markið kom eftir sjö mínútur.Næsta kom eftir aðrar sjö.Þegar tuttugu og fimm mínútur voru búnar var staðan 2-2.Það sem gerðist eftir það var merkilegt.Haffi og co. byrjuðu að setja hvert markið af öðru sem átti lítið með fótbolta að gera.Allt hopp og bopp á boltanum virtist ganga í lið með þeim og inn þvældist boltinn.Á meðan á þessu stóð voru Double í afmælisgjöfinni í sitthvorri ógeðslegu KR treyjunni og virtist ekki líða illa,alveg óskiljanlegt.En fljótlega eftir hálfleik sem Óli tók alveg sér og sjálfur af því það slitnaði reim í skónum hans og stóð hléið yfir í fimm til sex mínútur þá lifnaði aðeins við a.mönnum og náðu þeir að laga stöðu sína smávegis.Þeir höfðu verið komnir sex mörkum undir en komu örlítið til baka og eygðu smá von á að ná sömu úrslitum og síðast.Fyrir utan hálfleikinn hjá Óla þá fengu allir hinir í b.liðinu boltann í hreðjarnar og þurfti að stoppa leikinn þess vegna.Eins og kanski sést á pistlinum þá var Tækklaranum ekki skemmt yfir þessu og var frammistaða hans engu betri en annarra hvorki í sínu liði né í b.liðinu sem reyndar stóð sig í alla staði betur en andstæðingar þeirra.Þegar um tíu mínútur voru eftir reyndu Dabbi og co aftur við sex marka bilið og varð nokkuð ágengt.þeir komust í þriggja marka mun og fengu boltann.En eins og og áður gáfu þeir á andstæðinginn og fengu mark í bakið og vonin hvarf.Jörgen og félagar röðuðu svo nokkrum og endaði leikurinn með sjö marka sigri þeirra.Tækklarinn vonar að Double leggi helv. afmælisgjöfinni og hann þurfi aldrei að horfa á KR treyju afur í þessum sal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þegar flestir liðsmenn eru fullir um helgar er ekki von á góðu. 'EG SKAL LOFA ÞVÍ AÐ KOMA ALDREI AFTUR Í KR PEYSUNNI OG MÉR LEIÐ ILLA AÐ SPILA Í HENNI.

SERIA A (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 23:06

2 identicon

Minni þá bræður á að það er skilda að sá bróðirinn sem er neðar á töflunni þarf að mæta í búningnum...

Legg til að það verði sett áfengisbann á þennan hóp vegna slakrar framistöðu í síðasta tíma.

Einnig vill ég biðja um að fá mynir hér inn af þeim bræðrum í gjöfinni 

vinnie jones (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband