Skrítinn tími

A.lið Atli,Gunni,Jói,Jón

B.lið Dabbi,Haffi,Jörgen,Óli

Guðni var mættur sem áhorfandi og þá var að sjálfsögðu sett upp sýning.Tækklarinn opnaði með glæsilegri vippu yfir Jörgen strax í byrjun.Einhverju virðist hafa kortslúttað í hausnum á  honum við það því næstu þrjú  mörk fóru öll af honum og inn.Tveimur mörkum bættu a.liðar í sarpinn áður en b.liðar náðu að skora sitt fyrsta mark og þá voru  liðnar nítján og hálf mínúta af tímanum !!!!! Á næstu tólf mínútum tókst Haffa og hans mönnum síðan að komast tveimur mörkum yfir !!!! Eftir þetta skoruðu liðin eitthvað á víxl og nett spenna var hlaupin í leikinn.Þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan enn tvö í plús fyrir Dabba og félaga en a.liðar með boltann og í góðum séns en misstu boltann klaufalega og fengu mark í bakið.Annað fylgdi fljótlega og það var of mikið fyrir Double og co sem töpuðu leiknum með þessum fjögurra marka mun.Guðni valdi að sjálfsögðu mann leiksins í báðum liðum og varð Jörgen fyrir valinu í b.liðinu og það kom engum á óvart að Jörgen fékk einnig titilinn í a.liðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann átti það alveg skilið verst að hann vann líka.

SERIA A (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 23:03

2 identicon

Dabbi er kominn á toppinn! Töflu strax!

Gummao (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 12:34

3 identicon

Ekki spurning að ég var maður tímans hjá báðum liðum alveg mögnuð byrjun hjá mér að skora 6 fyrstu mörkin í leiknum og svo vippa líka.

Hvar er staðan ?

vinnie jones (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband