Það hlaut að koma að því

A.lið Gunni,Jói,Jón,Hákon

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jörgen

Óli kallinn veikur og Hákon bjargvættur mættur í hans stað.Það veikti aðeins a.liðið allavega á pappírunum.Enda komust b.liðar fljótlega yfir og og voru með yfirhöndina framanaf.Double og félagar héldu samt vel í þá og voru ekkert að hleypa þeim of langt frá sér.Eins og í öllum tímum þetta sísonið var keyrslan ógurleg og þegar tíminn var hálfnaður var farið að draga verulega af Tækklaranum og félögum.Enn var staðan þokkaleg en þegar menn eins og Atli finna fjölina sína og skora úr öllum sínum skotum þá verður eitthvað undan að láta.Það var með ólíkindum hvernig hann skoraði.Með skalla hælnum vinstri og allsstaðar af vellinum.Með Haffa með sér og Jörgen aftast þá var þetta of mikið fyrir Double og félaga.Brátt var staðan orðin fimm og svo sjö fyrir b.liðið og þrátt fyrir að a.menn næðu að klóra í bakkann þá var ljóst í hvað stefndi og leikurinn snérist aðeins um hvað tapið yrði stórt.Undirritaður var meira að segja svo búinn að hann hreinlega man ekki hvort leikurinn fór fimm,sex eða sjö núll fyrir þá b.menn á endanum en ég fæ það á hreint áður en ég set upp töfluna á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að drífa töfluna upp því Dabbi er kominn yfir þig! Ég vil sjá það á blaði - eða skjá öllu heldur!

Gummao (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:48

2 identicon

Glætan að taflan komi upp, ekki ef Dabbi er kominn yfir Jón, en ég rústa þessu á morgun einsog alltaf.

Antlerinn (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband