Hörkutími

A.lið Atli,Gunni,Jón,Óli

B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Jörgen

 Tíminn hófst reyndar aðeins of seint því Dabbi kom ekki á réttum tíma.Atli og félagar byrjuðu betur og voru fljótlega komnir með 2-3 mörk í plús.Haffi og hans menn gáfust ekki upp og héldu í við a.liða þrátt fyrir að allir fifty-fifty boltar enduðu hjá Gunna og félögum.Þegar tíminn var hálfnaður stoppaði Dabbi tímann og þurfti að fara á klósettið og fór góður tími í það hjá honum.En hann hefur örugglega losað vel því hann var allur annar eftir þetta.Hans menn náðu að jafna fljótlega en síðan fóru a.liðar af stað og skoruðu grimmt.Komust í sex marka forustu og allt virtist stefna í tíu.Jörgen og félagar náðu síðan að stöðva blæðinguna og gott betur.Forskotið minnkaði ört og og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan orðin einungis tvö í plús fyrir Tækklarann og co.Á næstu tveimur mínútum náðu a.menn að skora tvö mörk og var þar að verki Atli nokkur og var seinna markið einkar vel gert hjá honum,hann komst inn í sendingu og kom boltanum af harðfylgi í netið.Það sem eftir var börðust b.liðar grimmilega við að minnka muninn aftur og komust í eins marks mun og voru með boltann.En happadísirnar voru ekki með þeim í blálokin og Óli skoraði eitt og var á leið að skora annað þegar hurðin opnaðist.Samt er aldrei hægt að segja hvernig hefði farið ef Dabbi hefði mætt skitinn og á réttum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband