A.lið Atli,Dabbi,Jón,Jörgen
B.lið Gunni,Haffi,Jói,Óli
Sumir eru meira ákveðnir á að nýja reglan sé komin til að vera en aðrir og er það bara af hinu góða.Tækklarinn og Jói byrjuðu aftast í sínum liðum og vörðu báðir vel, svo vel að staðan var 3-1 eftir tólf mínutur fyrir Jóa og félaga.En hvort sem menn byrjuðu að hitta betur eða hvað þá jókst skorið fljótlega eftir þetta.Menn voru samt vel á tánum og greinilegt að skorið minnkar með nýjungunum.Atli og félagar jöfnuðu fljótlega og var leikurinn í járnum lengi vel.Jörgen fór í markið hjá a.liðinu og tók til sinna ráða og sáust meira að segja skutlur frá kalli.En hann kom samt ekki í veg fyrir að Gunni næði að fífla hann og náði snilldarvippu á stuttu færi.Svo nuddaði hann salti í sárin með að spyrja Jörgen "af hverju varðirðu ekki bara með höndunum ?"En þessir taktar dugðu skammt og Dabbi og félagar byrjuðu að koma sér upp góðu forskoti og þrátt fyrir breytingar á vörn þeirra b.liða þá jókst forskotið jafnt og þétt.Ansi mikið kom í bakið á þeim og eftir pressu út á velli.Það fór svo að lokum að þegar tvær mínútur voru eftir á klukkunni þá náðu a.menn tíu marka forystunni sem Dabbi var búinn að segja að væri nær ómöguleg með nýju reglunum.Það sannaðist náttúrulega þarna að það sem hefur aldrei gerst getur alltaf gerst aftur.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.