Nýtt season, nýjar reglur, sömu menn.

A.lið Dabbi,Gunni,Haffi,Jón

B.lið Atli,Jói,Jörgen,Óli

Já það gengur ýmislegt á í Mangódeildinni.Dabbi lagði til nýja reglu sem var samþykkt að prófa.Aftasti maður má verja með höndum.Hann má hinsvegar ekki grípa boltann né kasta honum.Þetta er meira svona til að þurfa ekki að skalla boltann í markinu.Þetta kom ágætlega út og við komum til með að skoða þetta alvarlega.Þetta með sömu mennina er reyndar kannski ekki alveg satt því heyrst hefur að Varði sé að reyna að gera sig klárann í boltann.En að tímanum liðin voru mjög jöfn að sjá og að sjálfsögðu þá var lítið skorað til að byrja með þar sem menn höfðu greinilega notað grillin vel í sumar og jafnvel fengið sér öl með.Haffi og co byrjuðu samt á að skora og héldu frumkvæði framanaf.Eitt og stundum tvö mörk yfir en náðu ekki að slíta sig frá Óla og co.Dabbi átti vippu kvöldsins og spurning hvort það verður vippa vetrarins því að Jói gleymdi að verja með höndum og þær gætu orðið fáar vippurnar í vetur.eftir hálftíma leik var staðan enn svipuð þ.e. eitt til tvö í plús fyrir a.liða.Eitthvað rættist úr skoruninni seinni part tímans en þegar korter var eftir voru Tækklarinn og hans menn komnir í þrjú í plús og b.menn vantaði sárlega einhvern viðsnúning.Hann kom í formi fyrrnefnds Tækklara því hann gaf tvær arfaslakar sendingar sem Atli komst inní og þeir skoruðu úr báðum sóknunum.Eitt snöggt mark í viðbót og leikurinn var jafn.Liðin skiptust á að skora þangað til tvær mínútur voru eftir á nýju klukkunni í salnum og þá voru dyrnar opnaðar og tíminn búinn.Óli með boltann sem segir okkur að Gunni og félagar voru nýbúnir að skora og komast í eitt í plús og það voru skiljanlega hundfúlir b.liðar sem gengu af velli.Semsagt ýmislegt nýtt í þessum þrettán ára gamla bolta en keppnisskapið ennþá til staðar sem betur fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn að melta þennan prufu tíma hvað fannst mönnum?

SERIA A (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 23:49

2 identicon

Dáldið furðulegur tími .A liðið vann þetta á markvörslunni annars ágætur spilatími.

gunnar (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 08:22

3 identicon

VERJA MEÐ HÖNDUM!!!!!????? ERUÐ ÞIÐ ORÐNIR SNÆLDUBILAÐIR?

Ég legg frekar til að þið farið bara að spila bandí. Það væri minna menningaráfall. Ég er stórhneykslaður. :(

Gummao (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Jón Árnason

Já Gummao þetta er svolítið sérstakt en kemur ekki eins illa út og ætla mætti.Pempíurnar geta nú varið höfuð og  annað fyrir ætluðum sársauka

Jón Árnason, 13.9.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband