Lokaumferð

A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón

B.lið Haffi,Jói,Óli,Hákon

Hörkuleikur og ýmislegt undir.Óli hefði getað náð Atla og Jói hefði komist yfir bróður sinn ef þeir hefðu unnið.Eina breytingin ef A ynni var hins vegar sú að Atli færi í annað sætið.Leikurinn byrjaði með fjöri og skoruðu menn á víxl út í eitt til að byrja með.En Gunni og félagar náðu síðan að skríða frammúr og munaði þar mest um markvörslu Tækklarans sem var í rokna stuði á línunni.Haffi og co. lögðu hins vegar ekki árar í bát og börðust vel og héldu sér inn í leiknum.Ekki veit ég hvort það var vendipunktur í leiknum en um miðbik hans sparkaði Hákon í rimlana og meiddi sig í tánni.Einhverntímann í kringum það sigu a.liðar frammúr og náðu smá forskoti.Það var svosem ekki mikið en a.liðar voru á undan eftir þetta og styrktu sig jafnt og þétt.Jói og félagar börðust hinsvegar grimmt og hleyptu a.mönnum ekkii langt frammúr.Framanaf tíma þá skoraði Atli ekki mark.Sama hvernig færið var inn vildi boltinn ekki.Þegar um fimmtán mínutur voru eftir skoraði hann hins vegar fyrsta markið og eftir það héldu honum engin bönd.Það sem eftir lifði leiks skoraði hann hvert markið á fætur öðru og í lok leiks var það sennilega hans framlag sem stóð uppúr og a.liðar unnu leikinn með fimm mörkum.Mörg skrítin mörk voru skoruð í þessum leik en fyndnasta skotið var frá Tækklaranum.Hann sparkaði boltanum yfir sig nánast á línunni tvo metra frá marki.Boltinn fór yfir Jóa í markinu í slánna stöngina og gólfið og þaðan í bakið á Jóa.Skrúfaðist upp eftir bakinu á honum í hnakkann á honum og af því að hann stóð kjurr þá lak hann út á öxlina og út en ekki inn í markið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er mesta  niðurlæging í vippu sem ég hef lent í og um leið og boltinn fór yfir mig þá fann ég þessa þessa niðurlægingu og mér til lukku  þá stóð ég  frosinn við stöngina og skömmin að fara með mig og ein mesta niðurlæging sem ég hef lent í en ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég snéri mig við og sparkaði boltanum í burtu. Guðni þú hefðir viljað eiga þessa vippu enn aldrei hætta.

SERIA A (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:04

2 identicon

Jói minn, ég hefði náttúrulega skorað.....

koeman (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband