Þungir á móti rest

A.lið Dabbi,Gunni,Jói,Jón

B.lið Atli,Haffi,Jörgen,Óli

Tækklaranum varð ekki alveg að ósk sinni að fá rematch en fékk nú samt Double með sér og er þetta í fimmta sinn í röð sem Jói er í liði með honum og fjórða sinn af síðustu fimm sem Gunni er með honum magnaður andskoti.En að leiknum Atli og co komust fljótlega yfir og náðu í fjögur í plús á fyrstu fimm mínútunum.Eitthvað náðu a.liðar að stöðva þessa blæðingu og byrjuð liðin nú að skora á víxl.Tréverkið var reyndar ansi mikið fyrir Dabba og mikið var um mistök á báða bóga og flest mörk b.manna komu úr hröðum sóknum.Double og félagar voru meira í krossum  inn í teig.Með mikilli baráttu náðu a.liðar að jafna leikinn en Haffi náði fljótlega inn tveimur og allt í járnum ennþá.Júgóvits kíkti þá í heimsókn og kallaði brot á einhvern helv. aumingjaskap þegar Gunni skoraði af harðfylgi.Jói og co. reyndu sitt ýtrasta í lokin en enduðu á að tapa með 3 marka mun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

stutt eftir af tímanum og júggi......... beittur. Góður tími vel barist og ég held að þessu þungu menn sem voru saman í liði náðu fleiri hraða upphlaupi og pressuðu þá frekar ofar á vellinum heldur enn píslurnar.Það hefði verið gott að ná einu stigi útúr þessum leik enn maður sá það á b-liðinu að þeir voru ekki öruggir með þetta fyrr en hurðin opnaðist. Jón heldurðu að við lendum saman í liði næst eða við bræður saman aftur?

SERIA A (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 23:59

2 identicon

hún var sérkennileg körfubolta dómgæslan í lokin,mótherjinn minn reyndi að skýla boltanum nánast upp við marklínuna (boltinn skoppaði á frekar óþægilegum stað fyrir hann) ég kom og náði að pikka í boltann.Við félagarnir vorum ekki sammála en hann taldi að um bakhrindingu að ræða án þess þó að detta eða færast úr spori.Ég er nokkuð viss um að hefði þetta atvik gerst fyrr í tímanum eða annars staðar á vellinum hefði ekki verið dæmt brot. Eftir slæma byrjun fór þunga liðið ásamt Nonna í gang og spilaði mun betur bæði í vörn og sókn þar sem pressað var hátt og skemtilegar opnur náðust á b liðunum.En eins og venjulega hlakkar maður að mæta í næsta  tíma.Það væri gaman ef fleiri blogguðu eins og gert var  hér áður fyrr það var stemming í því. 

gunnar (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband