Hörkuspennandi tími

A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jói

Tíminn byrjaði eins og vanalega á að Dabbi fékk sína neglu og smellti boltanum inn.En Tækklarinn svaraði snarlega í sömu mynt.Jafnt var framan af en a.liðar yfirleitt á undan að skora.Svo fór að a.liðar komust í 3 í plús þegar tíminn var að verða hálfnaður.en þá ruku b.liðar í gang og komust einu yfir á 33 mínútu og voru komnir þremur yfir stuttu síðar.En með Gunna í stuði í markinu og Óla og Tækklarann í gírnum þá tókst a.liðum að stoppa Dabba og co af og byrja að saxa á þetta forskot.Þrátt fyrir að missa boltann nokrum sinnum og að Óli brenndi af kominn einn í gegn fyrir opnu marki þá komust a.liðar í tvo í plús þegar um 6 mín. voru eftir. Jói og félagar náðu strax að skora eitt og mikil spenna var í leiknum þar til stutt var eftir en þá náðu Gunni og félagar inn öðru marki og tíminn endaði með tveggja marka sigri þeirra.Það markverðasta í þessum tíma var að sjálfsögðu klúður Óla en þrjú önnur atvik voru eftirminnileg líka.Haffi átti bakfallsspyrnu í gólfið og upp stutt frá marki með mjög þröngum vinkli og Jörgen stóð í markinu og átti ekki að eiga í nokkrum erfiðleikum með að taka boltann.Einhvernveginn náði hann samt að færa sig mjög sérkennilega frá boltanum og það er eiginlega hægt að skrá þetta sem vippu líka.Annað aðdáunarvert var þegar dabbi tók sprett úr vörninni yfir allann völlinn og pressaði títtnefndan Jörgen til að missa boltann og úr varð mark.Dabbinn greinilega að komast í hörkuform.Einnig átti Atli flott mark hlaupandi aftur fyrir endalínu og Gunni stóð upp við stöngina en samt komst boltinn framhjá honum og inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var synd að ná ekki í jafntefli.þegar 10 min voru eftir þá kom slæmur 5 min kafli sem við spiluðum kannski möguleikanum frá okkur. Góður tími og skemmtilegar þessar þessi tilþrif sem Jörgen sýnir okkur orðið í hverjum leik.

SERIA A (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 23:29

2 identicon

Sælir drengir. Hey TWINS hvað er að gerast með roma liðið???? Tap á heimavelli fyrir Shaktar. Ég er þess fullviss að Hemmi Hreiðars færi beint inn í byrjunarlið roma.

koeman (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 08:17

3 identicon

Er viss að Hemmi okkar Hreiðars hefði engan áhuga að vera í botnslagnum á ítalíu. Hefur alltof mikla hæfileika fyrir ítalíu,hvað þá Roma.

Arfaslakir pappakassar sem ekki komast einu sinni á bekkinn hjá Liverpool labba í byrjunarlið hjá Juve.

Þarf að segja meira.

En um leikinn... Aldrei spurning hvernig þetta færi en viðurkenni þó að ég hefði líklega getað staðsett mig betur í þessu stórfurðulega marki frá Haffa .

Vinnie Jones (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:04

4 identicon

Þetta er rétt hjá Jörgen. Ég bið Hemma og hans fjölskyldu afsökunar á þessum ummælum.

koeman (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:45

5 identicon

Með hverjum héldu bræður síðan í leik Milan og Tottenham? Eitthvað segir með að salatfaggahjarta þeirra hafi tikkað með prúðmenninu Gattuso og félögum hans!

Gvendur grallari (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 16:01

6 identicon

Ég hélt eiginlega meira með Tottenham.Sammála Jóhanni bróður hvað varðar Jörgen það kemur manni ekkert á óvart lengur.Jörgen félagi minn talar um gæði hjá Liverpool en samt tóst þeim ekki að koma skoti á markið í 94 mín man ekki eftir því á Ítalíu(evrópuleikurinn á móti spörtu).Skemmtilegur tími á þriðjudaginn var sem  hefði alveg getað endað með jafntefli.

gunnar (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband