Kaflaskiptur tími

A.lið Dabbi,Jói,Jón,Jörgen

B.lið Atli,Gunni,Haffi,Óli

 Þessi tími verður væntanlega í minningunni lengi.Og eina ástæða þess er afbrennsla dauðans sem síðan skipti sköpum fyrir úrslit hans.En að því síðar.Eitthvað byrjaði tíminn seint og ekki var skorað neitt fyrr en 10 mínútur voru komnar á klukkuna.Þar voru b.liðar að verki og skoruðu þeir fljótlega annað.Fimm mínútum síðar eða svo skoruðu a.menn sitt fyrsta mark.En eftir það skoruðu þeir meira en andstæðingarnir og voru fljótlega komnir í forystu sem hélst lengi vel.Á fimmtán mínútna kafla skoruðu Atli og félagar ekki mark.En svo fóru þeir að seiglast í einu og einu og lokuðu síðan algjörlega á Tækklarann og hans menn og þeir skoruðu ekki allt til loka.En einu sinni tókst þeim nú ekki að loka.Þá átti Tækklarinn snilldar sendingu í vegginn og í átt að marki vitlausu megin við miðlínu reyndar.Boltinn var 40 cm frá markinu á leiðinni inn og Jörgen mættur á svæðið með mann í bakinu algjörlega fyrir miðju marki og vinstri fótinn.Smellir löppinni í boltann sem fer bæði framhjá og yfir!!!!!!Undirritaður hefur aldrei séð aðra eins afbrennslu.Leikurinn endaði síðan með þessu fína jafntefli sem bæði lið voru reyndar að ég held frekar fúl me'ð því það komu færi báðummegin í lokin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er hérna á youtube og ég finn ekki svona misnotað dauða færi og í þokka bót á hans réttu löpp. Fyrra færið fær hann 2 sjénsa í sömu sókn og Gunnar í honum og hitt hans vegna ætla ég ekki að minnast á. Frábær tími.

SERIA A (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 22:06

2 identicon

Ef sigur hefðist unnið hefðu allir nema (nonni,atli og haffi) hoppað um 2 sæti í töflunni.

SERIA A (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband