A.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jón
B.lið Gunni,Jói,Óli,Hákon
Sjálfstraust Tækklarans var frekar mikið þegar drátturinn var ljós en leikurinn byrjaði jafn og skemmtilegur.Mikið skorað og jafnt á öllum tölum.Áhorfendurnir voru reyndar að tala um að leikurinn væri eins og hann væri sýndur hægt en það var bara vitleysa.Eftir tæpar tuttugu mín komust a.liðar í fyrsta skiptið í tvö í plús.Áfram var leikurinn í þokkalegu jafnvægi en stangirnar tóku ansi mörg skot frá Óla og félögum.Og það tók sinn toll því a.liðar juku smám saman forskotið og voru komnir í fimm í plús þegar tíminn var rúmlega hálfnaður.Double og co. tóku sig duglega á þá og með tveimur klessum í slánna og inn og fleiri töfrabrögðum voru þeir komnir niður í tvö mörk og allt gat gerst.En þá kom markið sem breytti öllu.Haffi vann boltann í vörninni og sendi hann fram á Atla sem "stakk" boltann yfir sig og Gunna sem var fyrir aftan hann síðan snéri hann sér við hljóp á eftir honum en þurfti ekki að snerta boltann því snúningurinn á honum var svo mikill að hann rúllaði í markið.Flottasta mark sem ég hef séð í langan tíma.Ekki veit ég hvort það var þetta eða hvað en þeir b.menn báru ekki sitt barr það sem eftir var og leikurinn endaði með tíu marka sigri a.manna þegar lítið var eftir.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.