Hörkuleikur

A.lið Dabbi,Haffi,Jón,Hákon

B.lið Atli,Gunni,Jörgen,Óli

Tíminn byrjaði mjög fjörlega og var mikið skorað.Atli hljóp á eftir öllum boltum og b.liðar allir virtust mjög frískir og ákveðnir.Þeir voru líka á undan að skora og héldu þetta einu tveim mörkum stundum þrjú en ekkert sem kom í veg fyrir hörkuspennu.Dabbi og co skoruðu útum allan völl en Jörgen og félagar mest með skotum utanaf velli.Reyndar kom þrjú mörk þar sem bolta var skotið í varnarmann hrökk þaðan í skotmann og lak síðan inn.Þegar um tuttugu mínútur voru eftir komst a.liðið yfir eins og vanalega og héldu menn að þetta færi eins og síðustu tveir leikir.En Óli og co héldu áfram að berjast og staðan var hnífjöfn allt til enda.Þegar leiktíminn var liðinn samkvæmt klukkunni var b.liðið með eitt mark í plús en a.menn með boltann.Þeir skutu á markið og misstu boltann og Jörgen skoraði.Þar sem tíminn var úti þá reyndu a.liðar að pressa en það gekk ekki upp og tíminn endaði með fimm marka sigri Gunna og co.Það var alveg klárt í huga Tækklarans hvað olli þessu tapi.Hann og hans menn töpuðu boltanum klaufalega út á velli minnst 15 sinnum og tók það sinn toll í mörkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hefði ég búist við að Nonni og Haffi saman í liði mundi tapa miklu saman. Það er gott uppá hreyfingu á töflunni og bíður maður spenntur eftir henni. ÁFRAM SERIA  A FORSA ROMA.

SERIA A (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 21:06

2 identicon

hörkuleikur sem við þurftum að hafa fyrir.Nonni varði mjög vel í tímanum og kom í veg fyrir stærra tap sinna manna

gunnar (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 20:21

3 identicon

Hef verið að leita að brimborgar mönnum enn ekki séð þá nema Nonna.

SERIA A (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband