A.lið Gunni,Haffi,Jói,Jón
B.lið Dabbi,Jörgen,Óli,Hákon
Já tíminn var merkilegur fyrir margar sakir. Fyrsta hreina og klára vippan leit dagsins ljós og var þar að verki hinn geðþekki Jóhann og í markinu Jörgen.Bróðir Jóa átti síðan flott skallamark eftir glæsilega sókn og það telst nú heldur betur til tíðinda.Hann átti reyndar annað sem hefði verið met ef það hefði verið í sama leiknum.En að leiknum sem var gríðarlega jafn og skemmtilegur jafnt á flestum tölum og mikil spenna í gangi.Aldrei skildu meira en tvö mörk liðin og allt stefndi í að síðasta markið myndi skera úr um hvort liðið ynni.Þar til tuttugu og tvær mínútur voru eftir.Þá allt í einu hirtu stangirnar á marki a.liðsins allt sem að marki kom og Haffi og félagar rúlluðu inn átta mörkum á innan við tíu mínútum og þrátt fyrir eitt mark hjá Óla og co vannst leikurinn með tíu mörkum þegar tíu mínútur voru eftir.Alveg ótrúlega skrítið.
Málið með bloggið er að það gengur eitthvað erfiðlega að koma töflumyndinni inn á síðuna tölvan mín heima hleypir mér ekki inn á stjórnborðið og það er búið að vera vitlaust að gera í vinnunni.Allt afsakanir sem Tækklarinnn sagði í síðustu færslu að væri ekki hægt að færa fram en þannig er þetta nú bara.Ég bý samt alltaf til töflu og reyni að koma þeim inn eins fljótt og hægt er.Lifið heilir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er hægt að birta færa niðurstöðuna inn þó hún sé ekki í töflu formi. Ég held að mig vantar 1 sigurleik í viðbót þá jafna ég síðasta tímabil geri aðrir betur. Var JÖRGEN ekki að kvarta yfir hælnum eða skotið í punginn og það skýrði ástæðuna yfir vippunni.
SERIA A (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 13:30
Já, hér fyrir austan ríkir alltaf spenna eftir nýjustu úrslitum. Þess vegna verður að koma þessu í lag.
Það kemur skemmtilega á óvart að Jói skuli vera að standa sig svona vel. Ég var búinn að afskrifa ferilinn hjá honum en lengi lifir í gömlum glæðum.
Gvendur grallari (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.